Nú varð hann að hringja og tilkynna að hann kæmist ekki. Auðvitað urðu slík smáerindi til slíkrar stórborgar bara að bíða, nú var komið að hans tækifæri, nú skyldi ljós hans sko fá að skína.
Hann fann á sér að þetta yrði enginn venjulegur dagur. Hann ætlaði að mæta uppí sjónvarpsver til þáttarstjórnandans og hann ætlaði sko ekki að láta neinn lúða sigra sig í þessari keppni, hann ætlaði að sigra og meira til, hann ætlaði sér að hirða stóra pottinn. Eftir alla þessa bið, fjögur ár síðan hann sendi inn umsókn, þá skyldi hann sko fá að vinna þetta, hann ætlaði ekki að klúðra neinu.
Og loksins eftir langa bið fékk hann svo að hitta stórstjörnuna sjálfa, tók meira að segja í hendina á manninum.
Nú var bara að bíða og sjá, vona að annar af keppendunum tveimur mætti ekki, hann var jú bara valinn sem varamaður og hann skildi taka þátt ef annar keppandinn mætti ekki. Allt kom fyrir ekki, hann komst að sjálfsögðu ekki í þáttinn og nú búinn að missa af tækifæri lífs síns til að vinna þessa keppni.
Nú var bara málið að skila inn annarri umsókn og bíða eftir að komast inn!
It's dolemite baby!!!