Já það man ég að ég skríkti og skældi af hamingju þegar ég heyrði í afgreiðlsukonunum koma með ísinn "Hann á afmli í dag! sungu þær hástöfum. Hann á afmæli í dag! Hann er fimm ára hann tumi! Já Hann er fimm ára í dag. Ég skældi af hamingju, þetta var án efa besti dagur lífs míns, fyrst kom pabbi af sjónum með karamellur af sjónum í gylltum umbúðum svo eignaðist ég lítinn bróðir og svo þetta. Og það vöru meira að segja störnuljós á kökunni. Ég gat ekki beðið eftir að komast heim í veisluna sem var haldin handa mér, já bara mér og ég átti örugglega eftir að fá fullt af gjöfum í pappír og jafnvel einhverja stóra eða það vonaði ég allaveganna. Svo laggðum við af stað ég, mamma, pabbi og litli bróðir sem ég kallaði búbba útaf pabbi hafði búbbað svo rosalega á magann á honum og hann brosti svo skært, alveg eins og búbbafiskarnir í stofunni.
Getum við farið heim í veisluna hvíslaði ég í eyra pabba? Ha! pabbi getum við það? getum við farið heim til ömmu og afa og allra vina minna? getum við gert það? ha? pabbi getum við það? Já auðvitað getum við það hló pabbi sbo mylsnan á skegginu hrundi niður á mallakútinn.
hann tók mig í fangið og við gengum útí bíl ég, mamma, pabbi og litli brósi. Það voru mikið af brummbrummum og brummarnir þeyttust um göturnar á ógnarhraða Þegar allt í einu.
BAMM! Við höfðum lent í árekstri og brósi hafði dúndrast útum gluggan af gífurlegum hraða og lent í andlitinu á gamalli konu.
En það var allt í lagi, því við vorum saman í himnaríki og fórum í skýjakast þar sem við bjuggum til bolta úr skýjahnoðrum og köstuðum í hvort annað og hlógum og renndum okkur á regnbogum og brósi gat auðvitað ekkert kastað svo mamma kastaði fyrir hann.