Hún fann kuldann hríslast um sig þegar hún rifjaði þetta upp. Það var ertfitt að tala um þetta, en þetta var ef til vill hennar hinsta tækifæri til að deila þessu með heiminum. Hún mundi kuldann…sársaukann…tilfinningarnar….sorginaþegar hann dó. Hún hafði þrátt fyrir allt lofað að sleppa ekki, og hún hélt enn. Hann var hennar eina ást, sanna ástin.
Þegar hún opnaði munnin að nýju fann hún augun fyllast af tárum. Sérhver minning, sérhvert hljóð…hún var að endurlifa allt saman uppá nýtt.
Hún gat jafnvel fundið hönd hans á hennar.
Hún lokaði augunum, reyndi að útiloka fólkið í kringum hana til að geta haldið áfram frásögninni. Hún sá hann fyrir sér renna í djúpið…hann mundi ekki koma aftur. Blár af kulda… hún fann fyrir kuldanum og óttanum þegar hún áttaði sig á því að báturinn mundi ekki snúa við.
Hún gat enn þann dag í dag fundið ískalt stál flautunnar við varir sínar. Hún mundi þetta allt saman.
————————————————
Svona ýminda ég mér að Rose hafi liðið þegar hún var að segja fólkinu frá þessu í myndinni Titanic. Þegar hún var að rifja þetta upp.