Einstaka rós liggur, sem virðist, lífvana út á hlið og minnstu greinarnar komast ekki í gegn.
Eftir að hafa verið þeytt til og frá og fengið högg hvert af öðru, sem og laufblöðum sem hinn miskunarlausi vindur blés um svo að hvein í rjáfrum litlu húsanna sem kúrðu sig saman, voru þau öll á síðustu dropunum og sumir bara höfðu ekert eftir.
Þegar sólin kom auga á ringulreiðina sem hafði verið skilin eftir hafðist hún handa við að beina geislum sínum í gegnum þykk skýin og til sinna heitt elskuðu greina og krónublaða.
Einn lítill regndropi misstígur sig þar sem hann tiplar yfir lítið krónublað rósar, hann rennur útaf og fellur til jarðar. Hann veit að nú er öll von úti…
Drop! Lítill regndropi lendi beint á litlum rósar anga sem hafði verið óvíst að myndi ná upp eftir slíka nótt…
En það tókst, vegna regndropans, hann náði upp og teygði sig til sólar…
Það hafði vaknað líf…
…lognið á eftir storminum.
[quote="Elie Wiesel"]"There may be times when we are powerless to prevent injustice, but there must never be a time when we fail to Protest!."[/quote]