Við vorum 4 í bílnum, semsagt ég, addi, Karen og loftur (bílstjórinn). Þetta var bara venjulegur saklaus rúntur sem endaði illa. Við vorum að keyra hjá Kubb og þar og þá kemur þessi svakalega vindhviða og bíllinn fer útaf. Lendir í fjörunni, hann valt og endaði á þakinu, og þar sem ég sat fyrir aftan bílstjórann (Loft) þá fékk ég stóran stein á mig. Karen og Loftur komast út, og Addi þarf að draga mig útúr bílnum. Þar sem ég var mest slösuð var spáð í mér fyrst. Karen hringir í neyðarlínuna og segir að það hafi verið bílslys, þeir senda bíl strax, en samt voru vitni komin á staðin og svo komu 2 löggubílar og sjúkrabíll. Löggan hleypur í áttina til okkar, niðrí fjöru og spyr hvort það þurfi sjúkrabíl, þau svara játandi og segja að ég sé meidd. Ég var af og til að missa meðvitund. Það sest lögreglukona við hliðina á mér og er að spurja mig hvar ég finn til, ég segjist ekki vita það því ég fann ekki fyrir neinu. Hún öskrar ,, okkur vantar hjálp hingað strax” og ég vissi ekkert hvað gerðist, hafði enga hugmynd um hvar ég væri og fór að hágráta því ég fann ekki fyrir fótunum á mér. Svo heyri ég bíl skransa og ég lít við, kemur Linda hlaupandi útur bílnum og hún sér mér og byrjar að hlaupa í áttina að mér, svo stoppar lögregluþjón hana og bannar henni að koma nálægt, þá öskrar hún að hástöfum ,,ÁSTRÓS” og ég sé hana og sá tárin í augunum hennar, hún fær að koma til mín og heldur utan um mig og heldur áfram og áfram að segja mér að þetta verði í lagi. Ég vissi strax að það var ekki allt í lagi, ég er sett á börur og hlupið með mig uppí bíl og brunað uppá sjúkrahús. Þar tekur Þorsteinn læknir á móti mér og gera mig tilbúna fyrir brottför í sjúkraflugi suður. Svo er ég sett á lyf og farið með mig inní eitthvað herbergi. Svo koma mamma og pabbi og þau svakalega skelkuð, ég vissi strax að mamma ætlaði ekki að missa annað barn. Við fljúgum suður og lendum þar, ég er farin með hraði í aðgerð. Svo um svona 12 leitið þá vakna ég eftir aðgerð í sjúkrarúmi á Landspítalanum, ég var skíthrædd og vissi ekkert hvað væri að gerast. Lít við og þar er mamma, og hún mjög glöð að sjá að ég væri vöknuð. Lít hinum megin við og þar situr Bragi í stól, sofandi. Mamma fer fram og segir að ég sé vöknuð og þá kemur læknir inn og fer að segja mér hvað gerðist og hvað var verið að gera við mig í þessari aðgerð. Ég gat varla hugsað um hann það eina sem ég vildi fá voru vinirnir. Þá hafði mamma hringt í Söndru og hún, Imma, Kristjana, Unnur og Steina komu uppá sjúkrahús. Sandra fékk að sjá mig, ég sá að hún hafi verið grátandi og hún lagst uppí rúm til mín og fór að fíflast, það var gott að geta hlegið. Svo opnast dyrnar og Bragi kemur inn, mjög skelkaður á svip, ég brosti og bað söndru um að leyfa okkur að vera í einrúmi. Sandra fór fram og ég talaði við Braga. Svo átti ég að fara að sofa, þar sem ég var á miklu morfíni eftir aðgerðina og var svoldið dösuð. Morgunin eftir vakna ég og þá voru fullt af blómum í herberginu mínu og öll fjölskyldan að bíða fyrir utan. Fyrstu þrjá vikur voru mjög erfiðar. Ég þurfti að læra að labba á ný. Þá fyrst fattaði ég að lífið mitt yrði alltaf öðruvísi. Ég gæti ekki hlupið, skautað, dansað og gert allt það sem ég gerði fyrir slysið. Daginn í dag spái ég enn í því, hefði ég ekki viljað fara á ísafjörð, þá hefði þetta ekki gerst. Sumt í lífinu á að gerast, og annað ekki.
Endir.
Ég veit endar svoldið fáranlega =/
“To the world you may be one person, but to one person you may be the world.”