,,Sara sagði við mig í gær að hún væri öruggari með sig í dag en hvern annan dag. En að sjá hvað hefur komið fyrir hana“
Svavar biður mig um að segja alla söguna. Ég andvarpa, anda djúpt og byrja á byrjunninni.
,, Við vöknuðum báðar á svipuðum tíma. Um tíu leytið. Ég hitti hana inni í eldhúsi og fæ mér morgunmat. Hún sagði að hún væri allt í einu örugg með sig. Frekar en aðra daga. Ég flissa en sest á móti henni. Hún heldur áfram að röfla um frelsi og sem maður heyrir svona frá fólki sem talar mikið um slíkt. Ég klára að borða, fer inn í herbergið mitt og klæði mig. Hún greinilega gerði það sama. Svo fórum við báðar í vinnuna okkar í sitthvorum bílnum. Þegar ég kem heim eru allar rúður á bíl Söru brotnar. Ég hleyp inn, viss um að það sé eitthvað að. Þegar ég kem inn er Sara að þrífa. Ég spyr hana hvort hún viti hvað er í gangi með bílinn hennar. Hún segir við mig að hún hafi grun um að allar rúður á bílnum eru brotnar. Ég horfi á hana eins og hún sé stórskrýtin. Hún heldur áfram að þrífa. Ég fer inn til mín. Horfi á sjónvarpið. Þegar hálftími er liðinn fer ég fram á gang. Ég leita um alla íbúð en Sara var horfin. Ég fer út og gái að bílnum hennar og mínum. Bíllinn er þar. Ég kíki inn í bílinn. Sara liggur þar alblóðug, meðvitundarlaus í aftursætinu. Ég byrja að gráta, hleyp upp og hringi í neyðarlínuna. Sara er dáin og ég get ekkert gert nema fundið morðingjann.”
Lastu Þetta?..