Þetta á alls ekki að hljóma sem eitthvað diss til þeirra sem skrifa smásögur, sjálfur hef ég aldrei skrifað eina en það sem tilefni þessa pósts er er sá að sögurnar sem streyma hingað inn virðast allar vera rosalega “líkar”. Með líkar þá á ég við uppbygginguna, ekki innihald eða söguþráð. Það sem einkennir margar sögurnar eru stuttar setningar, dæmi: Vaknar. Stendur hratt upp. Stígur framúr og virðir heiminn fyrir sér. Sér ekkert nema myrkur.

Er svona ritstíll í tísku? Það er ekkert að því að lesa þetta ef sagan er góð en mer finnst vera of mikið af þessu.

Takk, en munið, þetta er ekki diss! Bara smá pæling.
Drasl…