Tja, flestir hafa bara ekki fengið neina kennslu í ritun smásagna svo að það er eðlilegt.
Annars þá finnst mér að stjórnandi ætti að herða kröfur sínar til muna hvaða sögur eiga að fá að komast í gegn og hverjar ekki. Lengdin skiptir ekki málið heldur innihladið, uppsetningin, málfarið, röð tilfinninga og “plott”. Alltof margar sögur hérna eru alls ekki nógu góðar, bara buna af orðum sem eiga að vera tilfinngar en það er ekkert samhengi, engin forsaga, heldur endalaus upptalning á tilfinningum og þar að auki, enginn endir.
Það eru mjög margir hugarar sem eru góðir pennar en eins og allt annað þá þarf að fínpússa þá list, læra trikk, t.d. að blanda saman veðri og tilfinningum. Sól þegar sögupersónan er glöð og myrkur, rok og rigning þegar hún er leið, bara eitthvað svona einfalt. Um leið og það er kominn einhver svona ritstíll á þetta þá verður sagan þéttari og skemmtilegri lesning.
Ég legg oft ekki í það að lesa sögur hérna. Þegar fyrstu setningarnar; inngangurinn, er ekki nógu góður þá er restin sjaldan áhugaverð. Plottið getur verið gott en efnið eins og það leggur sig er þurrt. Með harðari kröfum og betri leiðbeiningum frá stjórnenda væri hægt að laga það.