Á var á leiðinni inn á skrifstofu í starfsviðtal, reyndar var hann orðinn of gamall og það þurfti einhvern til þess að taka við af sér. ég var mjög stressaður en ég var stokkin af stað og sem betur fer var ég með mína fallhlíf. Fallhlífin mín var sú að það voru mjög margir búnir að segja mér að ég væri týpan í þetta starf. En það voru þrír aðrir umsækjendur. Mér fannst þeir hæfari í starfið, þeir voru algerir englar.
Ég var seinastur af fjórum umsækjendum til þess að hitta þennan karakter. Maður hafði heyrt mikið um hann og hann hljómaði alveg rosalega vel en maður var ekki alveg viss. Ég hafði aldrei hitt hann áður, reyndar höfðu frekar fáir hitt hann. Hann var örugglega bara eitthvað feiminn.
Ég kom að dyrunum að skrifstofunni hans og ég varð nokkuð hissa á því hvað dyrnar voru venjulegar miðað við ganginn sem glitraði af fegurð. Þetta voru aðeins venjulegar trédyr, ekki einu sinni málaðar. Ég man eftir svona dyrum þegar ég var ungur og alveg hreint sprelllifandi. Ég hafði allavega ekki séð svona dyr lengi en það var eitthvað við dyrnar sem heillaði mig. Það var eins og eitthvað í dyrunum kallaði á mig um að taka í hurðarhúninn. Ég hafði aldrei fengið slíka löngun til þess að gera eitthvað, þessi tilfinning náði yfir allar mínar heitustu kynferðislegu langanir. Mig langaði bara að taka í húninn og fara inn en samt hikaði ég. Það var einnig eitthvað sem sagði mér að fara ekki inn, mér fannst ég ekki vera tilbúinn. Ég tók mig samt saman og lét höndina á húninn. Þetta var eins og elding færi inn í höndina á mér og þaut svo út um allan líkama en það var samt þægilegt. Þegar þetta gerðist þá vissi ég að ég ætti ekki að bíða lengur og fara bara inn svo ég tók mig saman og gekk rösklega inn.
Ég stoppaði strax, ég vissi að ég var í himnaríki. Hann horfði á mig með þessum litlu hvítu augum sínum og brosti, ég vissi strax að starfið var mitt.
Nú horfi ég yfir allt fólkið, góða og vonda, engla og djöfla og vinn starf mitt. Ég fékk starfið, nú er ég guð.
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…