Þar sem ég sit og hlusta á þögnina, býð ég eftir að eitthvað gerist. Að eitthvað komi og bjargi mér frá því að verða matur einmanaleikans og kuldans. Mér finnst ég samt vita það innst inni, að enginn eigi eftir að koma og bjarga mér. Mér finnst eins og að vonin sem ég átti, þessi agnarlitla vonarglæta sem ég átti, sé horfin út í svart myrkrið sem umlykur mig.
Ég lýt samt stöku sinnum upp til að fullvissa mig um að ég sé hérna ennþá. Að ég sé ekki farinn á vit einhvers betra…eða verra. Kuldinn verður samt alltaf meiri og meiri og smátt og smátt fer mig að langa að ég hafi horfið út í myrkrið með voninni.
Það er ekki fyrr en ég sé hana. Sé hana ganga í áttina að mér. Finn hlýuna og birtuna sem hún býr yfir. Þá finn ég að voninn hafi ekki yfirgefið mig. Að vonin sem ég héllt að hafi horfið út í myrkrið sé ennþá til staðar djúpt inni í mér.
Mér lýður eins og að tíminn hafi stöðvast og allt snúist um okkur tvö. Að veröldin hafi verið sköpuð fyrir okkur ein. Ég finn að þetta er manneskjan sem er komin til að bjarga mér frá því að verða bráð einmanaleikans og kuldans.
Ég horfi á hana nálgast mér. Ég sé að hún horfir beint í augun á mér. Ég fyllist tilfinningu sem ég hef aldrei fundið áður. Mér líður eins og hún sjái í gegnum mig. Að hún geti horft beint inn í huga minn – mér finnst hún sjái sálina í mér. Við þetta finn ég fyrir meiri hlýju og birtu.
Hún nálgast mig hægt…
hún kemur nær…
og nær…
Þangað til að hún stansar. Stansar, snýr sér hægt við og hleypur af stað í burtu frá mér.
Þá átta ég mig á því að ég er ósýnilegur. Ósýnilegur á þann hátt að það eigi enginn eftir að bjarga mér. Að það bíði mín ekkert nema myrkur…