060701
Ég á til nokkra þætti sem ég hef spunnið úr hugsunum og drauma. Ég ætla að láta koma tvo til þrjá parta á viku, ég veit ekki hvurnig þetta endar né hvort þetta endi nokkuð. Ég mun í minst láta einn á viku og mest þrjá.
Sveipur

(Partur eitt)

Þetta er ég
Maðurinn sem vill hafa allar stundir eins og eftir góða bók eða kvölsstund í góðra vina hópi. Þú veist hvað ég meina er það ekki?
Ég vill hafa allar stundir geislandi, einstakar, vill ekkert þar á milli.
En mér skilst svo að verði ánægustundir ekki af grámyglu- hversdagslegum viðburðum verði tilfinninginn að fá að dvína, leggjast í dvala, en þegar það gerist hjá mér verð ég dapur og hugi minn fyllist drúnga.
Ég er fullur söknuði yfir öllum þessum töfrastundum sem ég er svikinn um.
Mér fynst ég vera hlunnfarinn, Lífið er fyrir mér vörusvik.
lífið er Rottukjöt sem selt er sem nautasteik á okur prís.