Fyrst langar mig til þess að byrja með að segja að ég bý ekki á Íslandi og íslenska mín er þessvegna orðin doldið ryðguð, fyrirgefið allar stafsetningarvillur.
Nú langar mig bara til þess að forvitnast um, hvað þér finnst gaman að lesa um?
Ég hef verið að lesa innsendar sögur hérna á huga, og hef tekið eftir því að allmargir skrifa um dauðann, krakka sem eiga í erfiðleikum með foreldra sína, einn skrifaði um nauðgun og samkynhneigði og margt annað í þeim dúr.
Ég hef mikinn áhuga á að lesa sögur og skrifa sjálf, svo spurningin er hvað þarf til þess að þér finnist saga vera góð? Auðvitað veit ég að fólk er misjafnt og enginn er alveg eins. En já þætti mjög gaman ef þið gætuð svarað mér.