Ég gat en fundið lyktina þótt ég væri kominn heim, myndirnar af bálinu voru fastar í hugsunum mínum og hljóðin, ég hef aldrei sætt mig hljóðin en samt virðist ég alltaf enda á þessum stað þar sem ég get ekki haldið aftur að mér og missi alla sjálfsstjórn. Þetta var kvöld sem ég hafði hugsað sem upphaf nýrra tíma í lífi mínu og það endaði sem ein stór upprifjun á því sem ég var að reina að komast frá í upphafi. Og nú stend ég hér og horfi út um gluggan og reini að íta þessum fullnæginda tilfinningum frá, mér líður svo vel, kanski er þetta ástæðan fyrir því að ég enda alltaf hér, manneskja sem á ekkert annað skilið en að verða hent í myrkustu pitti veruleikans vegna þess að það er ekki staður í þessum heimi fyrir veru sem virðist hafa farið öfug í gegnum sköpunarferlið.
Það vantaði eitthvað, þetta var ekki eins, það var eitthvað sem angraði mig, gæti það verið sektarkend sem braust upp á milli hugsana minna, ég var miklu tilfinningalega tengdur þessu fólki, ég var tilbúinn að breitast, kalla þetta fólk vini mína, lifa eins og venjuleg manneskja. En tækifærið kom og það virkaði á mig einsog hrollur sem fór um allan líkaman og eftir langa stund að berjast við þessa tilfinningu sprakk ég, og nú eru þeir að koma. Ég finn fyrir nærveru þeirra.
Eftirskylirðið E verður að vera afleiðing