klukkan sló tólf, hann var enn á hlaupum, hann heyrði í lágu vélarhljóðinu, hann hljóp lengra inní myrkrið í von um að það myndi ekki finna hann. En hvert sem hann fór heyrðist í daufu vélarhljóðinu koma nær, og nær. hann sá glytta í það. Það var svo grátt og dauflegt að það sást varla með berum augum, það færði vélsögina hærra, tilbúið að höggva í hann, en hann notaði tækifærið og hljóp. En hann var of þreyttur og hræddur að hann gafst upp, hann lagðist á jörðina og beið. Biðin virtist löng og hann sá lífið sitt þjóta framhjá. Loksins kom það, vélsögin þaut nær á ógnarmiklum hraða, þótt það virtist vera langur tími í augum hans. Hann fann hana höggva í máttlausan líkama sinn og hann fann blóðið leka niður á jörðina. Hann vissi að þótt hann reyndi að standa upp og flýja gæti hann það ekki. hann heyrði vélsögina drepa á sér og fótsporin á því labba í burtu, það skildi hann bara eftir þarna. Liggjandi á jörðinni, hann ætlaði að standa upp og reyna að koma sér heim, en hann gat hvorki fært legg né lið. Það var þá þegar hann fattaði … að hann var dáinn.