hér er annar kafli í þessarri sögu minni.
Klukkan var orðin hálf tólf þegar Þróttur ákvað að leggja af stað í mylluna hann sagði konunu sinni að hann væri að fara mala korn fyrir morgundaginn svo að hann hefði meiri frítíma næsta dag. Hann gekk hröðum skrefum í átt að myllunni og var kominn þangað mikið fyrr en hann áætlaði, svo að hann ákvað að fara niður á akurinn að týna hveitistrá til að mala á morgun hann fór eina ferð uppí myllu og nennti svo ekki meiru. Hann settist á sama stað og Veltingur hafði setið fyrr um daginn og tók upp pípu sína og kveikti í. hann átti heima hjá sér lítið gróðurhús fullt af jurtum sem hann var vanur að reykja við tækifæri. Í dag í bænum þínum myndir þú sjálfsagt kalla þær jurtir maríjúana. Þróttur var byrjaður að dotta þegar hann heirði rödd tala rétt fyrir framan hann, seinna áttaði hann sig á því að þessarri rödd var beitt til hans. “Þróttur ertu vakandi?” “ha jájá”svaraði hann og stóð upp dauðþreyttur. í kringum hann stóðu fimm menn. “Komiði við skulum fara inn.” sagði einn þeirra, sem þróttur giskaði á að væri Veltingur. Þeir fóru allir inn og tóku sér stöðu í kringum einn stórann trékassa. Veltingur kveikti á lukt sem hann hafði með sér og hengdi hana upp á krók fyrir ofan kassann. “Nú þekki ég engann af ykkur hérna nema mig og hann Ásgrím hérna við hlið mér.” sagði hann og benti á svipaðan nánga og hann var sjálfur“…svo að það væri fínt að við mundum fara yfir nöfnin áður en við höldum áfram. Sjálfur heiti ég Veltingur Djákni og mun fara fyrir hönd þeirra sem ákveða að leggja leið sína með mér til Dimmudala!”. “UUU…Dökkudala áttu sennilega við meistari” sagði þá maðurinn við hlið hans sem var kallaður Ásgrímur. “uu það er sjálfsagt rétt, jæja þú heitir Ásgrímur og við báðir komum úr norðri úr stærstu borgum Ylmlanda.” Sagði veltingur og benti síðan á mann sem sat vinstra megin við Ásgrím “ Ég er kallaður Lárus Ljóti en ef ykkur væri sama þá væri gott ef þið kallið mig bara Lárus” sagði mjór og ljóshærður maðurinn. “Ég heiti Jór. Hákon Hálfi og er einn af Jórunum hér í borg” Sagði stór og sterklegur maður með svipað hár og Veltingur nema með það brúnt, sá sat hliðina á Þrótti. Jórar eru hæst settustu hermenn borga í Ylmaríki þeir voru sjaldan fleiri en fimmtán í hverri borg og sjaldan færri en sjö. “Ég heiti Þróttur Kjeld” sagði Þróttur þá. Loks lokaðist hringurinn með því að ljóshærður maður sagðist heita Ólafur Erkill. Veltingur tók upp pappír og skellti honum á borðið. Þegar hann sneri pappírnum við sást að þetta var landakort. “Þetta er kort af Dökkudölum!” sagði Hákon. “Það er rétt” sagði Veltingur. “Fyrir löngu síðan Þegar ég var bara barn fór pabbi minn til dökkudala með litlu sex manna föruneiti. Ekkert hafði heyrst til þeirra í mánuð þegar pabbi kom einn hlaupandi Hingað í Túlon með þrjá bölvandi dvergdrísla á eftir sér. Þegar hann kom að hliðinu sneri hann sér við og drap einn þeirra en bogaskytturnar við hliðið hæfðu hina tvo. pabbi minn var færður í hús bróður hans og þar sagði hann honum frá því sem við ætlum að leita að, hann lét hann líka að hafa þetta kort hér. Þetta rataði svo til mín í gegnum arfleiðingar þar sem ég var eini eftirlifandi ættingi föðurbróðir míns.” “En hverju leitum við þá að?” spurði Þróttur. “Það er einn ljós depill í landi dökkudala”sagði Veltingur og benti á kortið. “Við leitum að dal afa míns, hann fann draumadal inní þessarri hrúgu af dauðum dölum dvergdríslanna. hann lýsti honum með blómum og trjám og það sem betra er gullið stóð berskjaldað útúr berginu! að þessu leitum við kæru vinir!”. Þögn….“jæja hverjir ætla með?” spurði hann svo. Þrótti vantaði peninga honum vantaði peninga til að koma móður sinni og konu á sjúkrahús, ekki væri það slæmt að vaða í gulli. “hve löng verður þessi för?” spurði Þróttur þá. “hvorki of löng né of stutt. Við verðum sennilega innan við hálfan mánuð að finna dalinn, en við þurfum að skafa gullið úr berginu. við verðum sennilega einn og hálfan mánuð” svaraði Veltingur. Móðir hans og kona urðu að þrauka það af. “hvernig veit ég að þið séuð ekki að gabba mig út í einhverja vitleisu?” sagði Þróttur. “Málið er bara Þróttur að þú getur ekki vitað það. Þú veist aldrei. Þú verður að halda eða trúa.” sagði Veltingur. “Jæja, ég er með” Sagði Þróttur. og þrjár aðrar raddir tóku undir. “Ágætt. Jæja, ég bað Hákon að þjálfa ykkur þrjá í að bera sverð. Þið mætið allir fjórir bara hingað við mylluna um hádegi á morgun til að byrja að æfa ykkur” sagði Veltingur þá.