Ég ætla að segja ykkur sanna sögu af varúlfi sem ég þekki.
Einu sinni í litlu þorpi í Skotlandi var maður sem heitir John Perry. Þegar þessi sagar byrjar var hann aðeins 19 ára. Það gerðirst eitt sumarkvöld að John var að ganga heim frá vini sínum, eitt vetrarkvöld, og ákvað að stytta sér leið í gegnum skóg sem var þarna. Þegar hann var að ganga í gegnum skógin, heyrði hann alltaf más á eftir sér. Honum fannst eins og það væri einhver að elta hann, eitthvað stór. John þorði ekki að líta við, hélt bara áfram að ganga, en alltaf færðist másið nær og nær. Svo að hann leit við. Og þá sá hann eina ógnvænlegustu skepnu sem hann hafði á ævinni séð. Þetta var varúlfur. Varúlfurinn kom nær og nær. John byrjaði að hlaupa. En varúlfurinn hljóp svo hratt að hann nálgaðist óðfluga. Svo allt í einu stökk varúlfurinn á hann og beit hann í hálsinn. John fann gríðarlegann sársauka og svo dofnaði hann allur. Svo fékk hann firðing um sig allan. Þegar hann leit á hendurnar sínar, sá hann að þær voru búnar að breytast í loppur. Og hann fékk hár á allan líkamann. Hann var að breytast í varúlf. Þessi nótt var skelfilegasta nótt í lífi hans. Allt í einu varð allt svart og hann mundi ekki eftir sér fyrr en hann lá í grasinu fyrir utan skóginn. Fötin hans voru öll rifin og hann var með höfuðverk. John flýtti sér heim, og skellti sér í heita sturtu. Á hverju fullu tungli hér eftir fór John út í skóg. Líf hans var nú orðin martröð. Þangað til einn daginn að hann kynntist stelpu. Hún var frá Íslandi, en var í heimsókn hjá frænda síðnum þarna í þorpinu. John varð strax ástfanginn og fljótlega byrjuðu þau saman. Eftir nokkra ára samband bað John hennar og þau fluttu til Íslands. Þau búa nú á Selfossi og eiga 3 börn. Og á hverju fullu tungli fer hann uppá Hellisheiði. Þar býr hann í kofa í tvær nætur. Konan hans veit ekki af því að hann sé varúlfur, raunar veit enginn af því nema ég. Ég sá hann eitt sinn í varúlfsham þegar ég var að keyra á Hellisheiðinni á fullu tungli. Svo nokkrum dögum seinna hitti ég hann á Selfossi og ég þekkti hann aftur. John sagði mér allt af létta og bað mig um að segja hans sögu eftir að hann dæi. Hann dó nú síðastliðann föstudag. Blessuð sé minning hans. Þetta er saga af ævi Johns Perry. Hún er dagsönn. Vondandi líkaði ykkur hún.