Ég sendi þetta inn á korkana því ég er ekki viss um hvort ég hafi bætt mig frá síðasta kafla.

“Æfðirðu virkilega með Þrótti?” spurði Hugrún er hún og Emilía voru á leiðinni heim. “Nei í rauninni ekki. En ég fór alltaf út á fótboltavöll og spilaði með krökkum sem æfðu með Þrótti. Ég hef auk þess alltaf haldið með Þrótti.” svaraði Emilía brosandi. Emilía var með ljóst, þykkt hár og blá, glansandi augu. “Vá. Áttu heima hér?” Hugrún kinkaði kolli. Þær gengu inn í forstofu í stóru húsi og upp stigann. “Þetta er herbergið mitt.” sagði Hugrún um leið og þær gengu inn í stórt, hreinlegt herbergi. Herbergið var í stíl við Hugrúnu, veggirnir voru úr dökkum viði en stór gluggi var á einum veggnum og gaf fra sér mikla birtu. Rúmið var stórt og vel umbúið.
Hugrún sjálf var dökkhærð og brúneygð, vel skipulögð og vel til fara.
Emilía sem var algjör andstæða hennar, var í skítugum, krumpuðum bol sem var allt of stór á hana og slitnum, hvítum buxum með grasgrænu á hnjánum.
“ Þetta er æðislegt herbergi! Miðað við þetta er mitt alveg pínulítið.”
Emilía brosti til vinkonu sinnar og veitti eftirtekt mynd í gylltum ramma á skrifborðinu. “Er þetta mynd af bekknum?” spurði Emilía.
Hugrún svaraði játandi. Emilía leitaði að Hugrún og sá hana sitja brosandi í fremstu röð, en hver var ekki fyrir aftan hana og hélt í axlirnar hennar, annar en Fylkir! “Hvað er þetta með þig og Fylki?” Hugrún roðnaði og þóttist ekki hafa heyrt í henni. “ Æ, láttu ekki svona! Þetta sést langar leiðir.” sagði Emilía hlæjandi og hélt áfram að skoða bekkjarmyndina.
Þarna var Herdís og Þórður og Baldvin, Klara og Rakel.
“Hver er þetta?” spurði hún áhugasöm. “Þetta? Þetta er Davíð.”
Emilía mundi eftir honum. Það var strákurinn sem réðist á krakkana sem voru að stríða nýja stráknum. Helga var í þeim hóp. Hún hataði Helgu, Helga fékk allt sem hún vildi. Áfram hélt Emilía að skoða myndina.
“Nei. Þetta getur ekki verið hann.” hugsaði Emilía skelkuð.
Hann var þarna til að fylgjast með, hún vissi það. Þess vegna höfðu þau flutt,
svo hann gæti fylgst með því að hún gerði ekkert af sér.
“Ég verð að fara heim! Mamma brjálast.” sagði Emilía og hljóp niður stigann og setti trefilinn um hálsinn. “Bless!” kallaði Hugrún niður stigann.
Emilía hljóp eins hratt og hún gat en fylgdist ekki nógu vel með og datt ofan í drullupoll þegar hún rakst utan í einhvern.
“Hei! Gættu hvar þú hleypur!” Emilíu svimaði og heyrði hæðnishlátur allt í kringum sig. Hún reyndi að standa á fætur en var hrint aftur niður.
“Hvert þykist þú vera að fara? Heim, kannski?” Hún þekkti þessa rödd.
Hún leit upp en leit strax niður aftur. Þetta var hann.
“Hvað þykist þið vera að gera?” öskraði einhver fyrir aftan hana.
“Skiptu þér ekki af þessu, auli.” sagði Helga með frekjutón.
“Já, Davíð. Þú ert búinn með þín afskipti í dag.” sagði Pétur.
Strákur með brúnt, úfið hár, blóðugan hnefa og sprungna vör öskraði og
réðst á Pétur. Runki réðst á hann aftan frá og hélt honum föstum.
Davíð reyndi að brjótast um, árangurslaust. Upp úr þurru æpti Runki og greip um hnakkann. Þar með losnaði Davíð. “Hver kastaði steini í mig?”
sagði Runki pirraður. Davíð leit í kringum sig og en sá ekki hver kastaði steininum. “Davíð hlýtur að vita það.” sagði Vera.
“Já, segðu okkur okkur það, Davíð!” sagði Gísli með hæðnistón.
Davíð brást illa við. Hann sparkaði í magann á Gísla, Runka í nefið og lyfti Emilíu upp úr drullupollinum. Pétur réðist í átt að Davíð en datt og felldi Gísla með sér. “ Fella.” sagði Emilía hlæjandi er Davíð dró hana
með sér í burtu. “Takk.” sagði Emilía og sagðist þurfa að fara heim.
“Það var lítið.” svaraði Davíð brosandi og horfði á eftir henni
hlaupa heim til sín. Hann gekk hugsandi heim til sín og
hugsaði um nýliðna atburði.
Þegar hann kom heim fékk hann sér að borða, og gekk hljóðlega inn í herbergi. Klukkan var hálfátta. Davíð lagðist upp í rúm með myndaalbúm,
og skoðaði myndirnar. Ein myndin var tekin á jólunum fyrir tveimur árum.
Hann, pabbi hans Börkur, mamma hans Birgit Schröder, Ari bróðir hans og
litla Emilía Brá. Hann saknaði þeirra.
Pabbi hans líka. En á annan hátt. Hann var fullur hvern dag.
Þetta gerðist fyrir einu ári. Pabbi hans var í vinnunni en þau hin voru á leiðinni í sund. En þá gerðist það. Bremsurnar biluðu en enginn vissi nokkurn tímann hvernig það gerðist.
Birgit missti stjórn á bílnum og klessti á ljósastaur.
Bíllinn kramdist og bílstjórinn einnig. Þetta kom fram í fréttunum:

Fimm manna fólksbíll klessti á ljósastaur og eyðilagðist illa.
Þrír farþegar voru í bílnum, ásamt bílstjóra.
Aðeins einn þeirra lifði af en er nú í bráðri hættu upp á spítala.
Tveir létust á slysstað en einn dó á spítalanum.
Sá sem lifði var illa særður og er nú í aðgerð.


Miklar líkur höfðu verið á því að Emilía lifði, en ekki hann.
Samt fór það þannig. Davíð hélt áfram að skoða myndirnar og stór tár láku niður kinnarnar, hann gat ekki ráðið við þau. Að lokum sofnaði hann, grátandi. Klukkan var átta.
Nothing will come from nothing, you know what they say!