Ó guð, nú mun ég deyja
Hún hljóp og hljóp, reyndi ekki að líta til baka. Hún heyrði hann koma nær og nær. Hún faldi sig bakvið ruslatunnu og vonaði að hann tæki ekki eftir henni. En hann sá hana. Í rökkrinu sá hún blika á hnífinn, guð hvað hún var hrædd. Hann kom nú alveg upp að henni. Góði guð, nú mun ég deyja, hugsaði hún. Maðurinn beindi hnífnum að hálsi hennar. Fyrirgefðu mér mamma, hugsaði hún, ég hefði aldrei átt að strúkja að heiman. Hnífurinn var nú farinn að meiða hana, blóð var byrjað að leka. Ó guð, nú mun ég deyja. Hún fann lífið fjara út. Og svo fann hún ekki fyrir neinu. Henni fannst eins og hún svifi um. Hún sá sjálfan sig liggja hjá ruslatunnuni og manninn hlaupa í burtu. Svo sveif hún upp í himininn. Hátt, hátt upp. Hún var dáin.