Fullkomni kærastinn
Hún hljóp eftir ganginum, hún var ekki viss um hversu lengi hún hafði hlaupið, hún var orðin sveitt og var byrjuð að mása. Hún tók snögga beygju, hún stansaði.
Hvað hafði hún verið að hugsa, þegar hún hitti hann virtist ekkert vera að honum.
Hann hafði verið sætur og venjulegur.
Hún heyrði eitthvað, fótatak. Hún leit í kringum sig, hún sá stafla af kössum. Hún faldi sig bakvið þá. Hún skalf og svitnaði af hræðslu. Hún heyrði hann nálgast. Hún sá skugga hans nálgast, hún skalf ennþá meira, hann hélt á einhverju, hún sá það ekki, það var ekkert ljós þarna inni, ekkert nema smá ljós frá ljósastaurum fyrir utan sem kom í gegnum kjallara gluggann.
Hann var farinn, hún stóð upp og hljóp í sömu átt og hún hafði komið, upp stigann.
Hvað hafði gerst, hann hafði verið svo góður við hana, svo skemmtilegur, fullkomni kærastinn.
Allt dimmt. Hún datt og öskraði. Allt hljótt. Rafmagnið var farið.
Allt í einu rauf fótatak hans þögnina, hún stóð í flýti upp og hljóp áfram.
Hún hljóp í gegnum tómar stofur þangað til hún kom að síðustu hurðinni sem var læst.
Fokk
Hvað hafði hún verið að hugsa, hvað var svona spennandi við að brjótast inn í skólann, svo heimsk, svo heimsk.
Hún snéri við og hljóp til baka. Í gegnum tómu stofurnar og út á gang. Hún hljóp áfram. Hún kom að enda gangsins.
Af hverju breytist hann allt í einu, hvað gerðist. Hún sem hélt að hann hefði elskað hana. Hún sem hafði elskað hann.
Hún beygði.
Blóð.
Hún féll.
Hann brosti.
Þarna stóð hann með blóðuga öxi yfir henni höfuðlausri. Hann var allur úti í blóði. Gangurinn var allur út í blóði.
Hann tók mynd úr vasa hans, reif hana í tvennt og setti neðri hluta myndarinnar á lík hennar og gekk í burtu með bros á vör.