Afhverju öll þessi læti. Mamma sat alltaf ein inní herberginu mínu, grátandi.
Ég var oðrinn 8 ára og 2 mánaða :) ég átti allt lífið framundan.
Afhverju grét þá mamma?
Ég og mamma fórum saman niður í búð og ég bað um fallegt lítið blátt hjól sem stóð í búðarglugganum, en sama hvað ég togaði í úlpuna hennar og bað um fallega hjólið þá svaraði hún mér aldrei, þá leit hún ekki einu sinni á mig.
Hvað var í gangi. Við fórum heim, en mamma lokaði hurðinni á mig, afhverju?
Hún var í einhverju vondu skapi.
Um kvöldið horfðum við á sjónvarpið, en sama hvað ég bað mömmu að leyfa mér að horfa á uppáhalds teyknimyndina mína, þá ansaði hún mér ekki og hélt áfram að horfa á það sem hún var að horfa á.
Afhverju ?
Daginn eftir eldaði mamma bara mat handa sér, ekki mér.
Afhverju?
Mamma fékk heimsókn. Það var maður, hann var klæddur í svört föt, með hvítann kraga, alveg eins og prestur.
Afhverju?
Hann sagðist samhryggjast. Mamma grét.
Þá opnaðist ljós fyrir augun á mér. Og ég sagði við sjálfann mig.
“Ég er dáinn”