Enn hafa engar kvartanir borist undan þessum æðisgengnu sögum mínum =) ákvað að pósta hérna 3. kaflanum.
Magnús var búinn að vera önnum kafinn alla vikuna, hann hafði verið að rannsaka dularfulla ráðgátu. Mikki kallaði á hann og sagði honum að taka sér smá frí og slaka á í sveitini, Magnús féllst á það. Hann keyrði út að Ástralíu og fann sér lítinn kofa þar ekki langt frá Sidney. Þar voru vötn,tré og fjöll allt í kring.
Dag einn þegar Magnús var að veiða, hringdi síminn hans og Magnús svaraði “Halló?” dularfull rödd sagði “Ég veit hvar þú ert…” “Ert þetta þú Mikki?” sagði Magnús. “Já” sagði Mikki og hló, “Ég ætlaði bara að gá hvort þú hefðir nokkuð rekist á eitthvað undarlegt þarna í skóginum..” “Nei hér er allt með feldu” sagði Magnús, “En ég skal samt labba einn auka hring bara til að vera viss”. Magnús gekk inn í skóginn og hann heyrði strax hátt urr og mörg undarleg hljóð. þá hljóp hann aftur inn í skálann og náði í byssuna sína. Svo labbaði hann lengra inn í skóginn, þá sá hann gamla konu í rauðri slæðu. Hann gekk að henni og sagði “Sæl, ég heiti Magnús hver ert þú?” Magnús sá ekki framan í konuna en hún leit snöggt á hann og gekk svo í burt án þess að segja orð. “Furðulegt” sagði Magnús við sjálfan sig.
Hann gekk svo áfram eftir löngum stíg, þar til hann kom að gömlu húsi. Inni í því heyrði hann óp og köll ungrar stúlku og ömu hennar. Hann tók upp exi sem lá hjá trénu sem var við hlið hans, svo réðst hann inn um hurðina, þá sá hann feitann úlf sem lá uppi í rúmi, hann réðst á hann í æðiskasti sen úlfurinn barðist á móti, þó hann ætti erfitt með það. Loksins náði Magnús úlfinum niður og hann skar stórann skurð á magann á honum og út kom amman og stelpan. Þær ákváðu að ganga í lið með honum og þau gengu áfram meðfram veginum.
Þá komu þau að stóru piparkökuhúsi og inni í því heyrðu þau óp og köll krakka, þau ruddust inn um hurðina og sáu strák og stelpu sem voru skelfingu lostinn. “hvað gekk á hérna inni?” spurði Magnús, “Sko, vonda nornin ætlaði að elda okkur í þessari stóru eldavél en við náðum henni inn í hana. Magnús opnaði eldavélina og sá dauða norn inni í henni. ”Krakka mínir, ég er hræddur um að þið séuð handtekin fyrir morðið á þessari norn, þið hafið rétt til að þegja, allt sem þið segjið getur verið notað gegn ykkur í rétti“. ”En hún réðst á okkur fyrst, við gerðum ekkert af okkur!!!“. ”Þetta segja þeir allir" sagði Magnús og fór með þau niður á löggustöð.
Þar voru þau yfirheyrð, en úr því fengu þau litlar upplýsingar. “Magnús!” heyrðist kallað úr skrifstofu Mikka. “Hvaða upplýsingar fenguð þið úr yfirheyrsluni?” “Nánast engar Mikki, en kvíddu engu, ég gefst ekki upp ég kem þessum krökkum í fangelsi sama hvað ég þarf að gera!” sagði Magnús”. “Hvers vegna viltu það svona heitt?” “Þegar ég var lítill strákur þá átti ég margar litlar nornavinkonur, og margar þeirra voru brenndar í ofni, þess vegna er ég á móti svona ofbeldi”. “Ég skil…” sagði Mikki ruglaður á svip. “Annars vil ég að þú kannir þetta mál betur Magnús minn”. Magnús fór aftur í litla piparkökuhúsið í skóginum, en allt sem hann fann benti til þess að krakkarnir hafi brennt nornina, hann fór strax með þessar upplýsingar til Mikka. “En við vissum það þegar!” sagði Mikki, farðu bara til dómarans við látum hann ráða úr þessu. Þegar í dómsalinn var komið, ákvað dómarinn að binda enda á þetta mál. “’Ég er orðinn mjög þreyttur og þangað til við fáum frekari niðurstöður úr þessu máli, þá dæmi ég þessa krakka í 40 ára þrælavinnu”.
Verð að segja að ég er hreint ekki mjög stoltur af þessum kafla =(