Þar sem fyrsta kafla var tekið 100% vel =) ákvað ég að pósta hér annann kafla eftir beiðni margra aðdáenda. njótið -

Það var sorgardagur í Nýju Jórvík. Margir voru enn í áfalli eftir að Skúli, gamli góði fógetinn þeirra hafði svikið þau öll. En það gerðist nokkuð mikið verra. Forsetinn hafði verið myrtur! Magnús fógeti og vinnufélagar hans unnu strembið alla vikuna en fundu engar vísbendingar. Þá fékk Magnús snilldarhugmynd, þeir ákváðu að fara í Hvíta húsið, þar sem forsetinn var myrtur. Magnús talaði nokkur orð í talstöðina og á svipstundu birtist loftbelgur fyrir utan lögreglustöðina. Þeir komu sér vel fyrir í honum og þá var haldið af stað. Þeir flugu yfir Þýskaland og Kína og fengu sér svo að borða í Finnlandi. Þar hitti hann gamla vin sinn hann Albert hann var alltaf jafn fjörugur. Þeir rifjuðu saman upp gamla tíma þegar þeir voru að rannsaka málið um Skúla, fyrrverandi fógeta.

Eftir 15 mínútna stopp í Finnlandi héldu allir rakleiðis til Hvíta hússins. Þar gengu þeir inn í stóran sal loftið var fallega myndskreitt og gólfið glansaði af hreinleika. Þá tók Magnús eftir því að gólfið var morandi í fótsporum. Þeir tóku eitt og settu í tösku. Síðan sáu þeir kústaskáp jafn stóran og eldhúsið hans Magnúsar, í kústskápnum voru margir kústar og einn sópur, í lítilli hornhillu mátti svo glitta í kassa með einnota hönskum sennilega staðið þar ónotaðir síðan árið 1000, í pakkanum voru 50 hanskar.

Þeir gengu inn í forsalinn og þá kom þjónn að þeim og sagði þeim að koma með sér inn í yfirheyrsluherbergið. Starfsmenn Hvíta hússins töldu sig hafa fundið sökudólgin. Á leiðinni tók Magnús eftir að það lá epli á gólfinu, það hafði aðeins verið tekið einn biti í það. Þegar yfirheyrslan stóð yfir spurðu þeir mannin ýmsum spurningum, hann hét Árni og bjó í Mississippi. Hann hafði ekki framið neina glæpi hingað til. Árni bað um að fá eplið sitt aftur. Magnús furðaði sig á því hvað væri svona sérstakt við þetta epli, það hafði legið á gólfinu í nokkurn tíma, hví skyldi hann vilja það aftur? Þegar Árni fékk eplið sitt aftur stakk hann því í töskuna sína. Enn fleiri spurningar komu upp í huga Magnúsar. Magnús spurði Árna hvort hann vildi ekki nýtt epli. Árni afþakkaði og sagði “Nei takk, ég er saddur”. Magnús varð virkilega forvitinn og spurningarnar hrúguðust upp í huga hans. Eftir yfirheyrsluna elti Magnús Árna.

Eftir langa keyrslu stoppaði hann hjá gömlu vöruhúsi. Inni í vöruhúsinu voru kassar, inni í kössunum voru pokar, því miður vissi Magnús ekki hvað var í pokunum. Hann dró einn kassan til hliðar og opnaði hann, inni í honum var svo pokinn, hann opnaði pokan og tók upp minni kassa, inni í kassanum var enn minni poki og inni í þeim poka var lítið blóm. Þá gáði Magnús utan á kassan og sá að þar stóð “Varúð - blóm, höndlið varlega og skilið til Blómavals á miðvikudag”. Magnús sló sig í höfuðið og kíkti svo fram yfir einn kassann. Þá sá hann sex hunda að spila póker. Þá leit hann lengra til hægri en þar sá hann fullt af eplum. Hann leit þá lengra til hægri en þá var honum orðið illt í hálsinum og snéri sér enn lengra til vinstri og þar var Árni og nokkrir félagar hans að ræða saman. Magnús tók fram ofur-mega-góða-og-öfluga-hlerunarbúnaðinn sinn og lagði á hlustir. Þá heyrði hann að þeir ætluðu að flytja líkið út í sjó klukkan 18:04. Á Stóru höfninni eftir viku.

Daginn eftir voru þeir enn að rannsaka hvort allt væri með felldu í Hvíta húsinu, hann tók eftir því að í kústskápnum voru aðeins 49 hanskar eftir í kassanum með einnota hönskunum. “Hverjir hafa aðgang að þessu herbergi að nóttu til?” spurði Magnús þjóninn. “Auðvitað forsetinn og forsetafrúin, svo eru tveir næturverðir”. Seinna um daginn voru þeir aftur að yfirheyra Árna, Magnús bað um að fá að leita í töskunni hans Árna. Árni virtist skelkaður. “Nei helst ekki” sagði Árni. “Látt'ann fá 'elvítis töskuna” sagði fullur róni úti í horni. Mikki reif af honum töskuna og kastaði gamalli gulrót til rónans. Magnús leit ofan í töskuna og tók upp þrjú epli, blóm og hálsbrjóstsykur. “Af hverju ertu með þrjú epli?” spurði Magnús, “umm.. ég er sko með.. svona sjúkdóm og þarf að taka inn þrjú epli á dag..”. “Sendið þessi epli til Alberts van Hunt’s og látið hann rannsaka þau” sagði Mikki. “Stattu upp” sagði Magnús, Árni stóð upp og Magnús reif einnota hanska upp úr vasanum hans. “Þessa hanska er aðeins hægt að fá úr kústskápnum hérna í Hvíta húsinu, þá má þekkja af einstöku lagi þumalputtans, og svo vantar einn í kassan frammi”. Mikki glennti upp augun og muldraði eitthvað.
Allar vísbendingar sem þeir höfðu hingað til bentu til þess að Árni hefði gert það. “Ég gerði það ekki” sagði hann samstundis. Nú varð Mikki þungt hugsi og hvíslaði að Magnúsi “Hvað eigum við að gera?!”. Magnús sló Mikka utan undir og sagði “Vaknaðu, auðvitað er hann að ljúga!”. “Ég er ekki að ljúga, en ég veit hver gerði það”. “Hver?” sögðu Mikki, Magnús og róninn allir samstundis. “Þessi epli þarna eru talstöðvar, hinar þrjár eru félagar mínir með. Einn þeirra er morðinginn”. “HVER??” sögðu þeir þrír aftur í kór. “Það var… Kalli Bjarni.” “Kalli Bjarni??” sögðu þeir allir í kór. “Já, Kalli Bjarni”. “Talaðu við hann” sagði Magnús við Mikka.

Kalli Bjarni var svo handtekinn áður en hann náði að kasta líkinu út fyrir bryggjuna. Hann var dæmdur í 40 ára fangelsisvist.

Munið svo að skilja eftir álit ef þið viljið 3. kafla =)