Það gerðist árið 1944 í Nýju Jórvík að Magnús, nýbúi á því svæði var ráðinn sem bæjarfógeti. Magnús var önd, en hann var engin venjuleg önd, Magnús var ofur-önd hann var með doktorsgráðu í vísindum og stjarneðlisfræði, svo var hann með meirapróf á vörubíla. Hann var með hvítar fjaðrir og oftast klæddi hann sig í bláa ofur-peysu, aftan í henni hékk svo rauð ofur-skikkja, hann var svo með grænan ofur-kúrekahatt og oft með svört ofur-sólgleraugu.
Þegar hann mætti í fyrsta sinn í vinnuna þann 17.apríl 1944 sá hann svartklæddan mann í dyragættinni. Hann var í svörtum leðurjakka, í svörtum buxum og með svart yfirskegg. Hann virtist reiður út í Magnús. Magnús ætlaði að heilsa honum en þá rauk hann út og skellti hurðini á eftir sér. “Engar áhyggjur” sagði Mikki, yfirmaður Magnúsar. “Hann Skúli hefur látið svona við alla síðan hann var rekinn”. “Hvers vegna var hann rekinn?” spurði Magnús. “Hann var staðinn að verki þegar hann ætlaði að hleypa félaga sínum út úr fangelsinu hérna”. Sagði hann og benti á lítinn fangelsisklefa við hliðina á honum. Mikki festi á hann einkennismerki og sagði “Hafðu auga með honum, mig grunar að hann sé að bralla eitthvað”. “Ég geri það” sagði Magnús og setti upp sólgleraugun. Svo þegar Magnús ætlaði að setjast niður heyrðu þeir byssuhvell. Þeir ruku báðir út og hoppuðu upp á hestana sína, svo þutu þeir í átt að Krummaskarði.
Krummaskarð var fjall rétt fyrir utan bæjinn. Þegar þeir komu þangað sáu þeir nokkra svartklædda menn bruna burt á svörtum hestum. Á jörðinni fyrir framan þá lá særður maður. Hann hafði verið píndur og kvalinn. Mikki kraup fyrir framan hann og tók fram sjúkrakassa. Þegar hann hafði vafið mannin í sárabindi spurðu þeir hann hvað hefði gerst. Hann sagði að Skúli og félagar hans hefðu gert honum þetta. Þá urraði Magnús og tók fram talstöð og sagði einhver orð í hana. Stuttu seinna kom þyrla að ná í hann. Hann fór með þyrlunni til Finnlands og þar fór hann ofan í jörðina með lyftu. Hann var kominn inn í höfuðstöðvar NASA þar voru allir á fullu í því að byggja eldflaugar og smíða sjónauka. Hann ruddist beint inn til Alberts van Hunt’s. Albert var hneykslaður á framkomu Magnúsar þegar hann öskraði að Skúli fógeti léki lausum hala í Nýju Jórvík. “Þetta er alvarlegra en ég hélt” sagði Albert og kallaði fram víkingasveitina. Víkingasveitinn komst varla fyrir inn á litlu skrifstofuni hans Alberts. Hann gaf þeim öllum skipun um að fara strax og gera innrás í Nýju Jórvík. “NEI”. Kallaði Magnús, “Skúli má ekki vita af neinu, við verðum að gera áætlun”. Svo lögðust þeir allir fram á borðið og hvísluðust á.
Næsta dag var Magnús að labba um Nýju Jórvík og rak hann ekki augun á Skúla og félaga hans bakvið stóra girðingu. Hann lagði eyrun við grindverkið og tók allt upp á kasettu. Svo fór hann beinustu leið til Alberts. Þegar þangað var komið ætluðu þeir að hlusta á kasettuna, en því miður ýtti Magnús á vitlausan takka á tækinu og það eina sem þeir heyrðu voru veðurfregnir á rás 1. Magnús var nú orðinn sjóðandi illur. Hann ákvað að fara aftur í Nýju Jórvík og gera útaf við Skúla í eitt skipti fyrir öll. Þegar hann var kominn upp úr neðanjarðarbirginu tók hann aftur upp talstöðina og sagði nokkur orð. Þá opnaðist Jörðin og geimskip kom upp með stórri lyftu. Hann flaug á því til Nýju Jórvíkur og lenti fyrir framan húsið hans Skúla. Hann kallaði á hann út og skoraði á hann í einvígi. Skúli svaraði að hann stundaði aðeins hátækni framtíðareinvígi, sem sagt í vélarformi. “Gott og vel” sagði Magnús og settist upp í risastórt vélmenni. Þá brotnaði þakið á húsinu hans Skúla og hann birtist í ógnarstórri vélrisaeðlu. Skúli sparkaði strax í fótinn á Magnúsi og Vélmennið hans Magnúsar greip sjálfkrafa um tánna. Þá sparkaði Skúli honum í jörðina með stórum risaeðluvélfætinum og hann féll í jörðina með látum. Núna voru augun í Magnúsi ólgandi rauð og hann hoppaði á lappir og tók í hendurnar á vélmenninu hans Skúla og sveiflaði honum í hringi og endaði með því að kasta honum í Empire State bygginguna. Hún brotnaði í tvennt en Skúli lifði af en vélmennið hans ekki. Þá greip Magnús um hann með vélhendinni sinni og kastaði honum út í sjóinn. Enginn veit hvernig fór fyrir Skúla, því lík hans var aldrei fundið.
Endilega látið mig vita hvernig ykkur fannst og hvort þið viljið meira, er með 5 kafla í allt tilbúna :)