Ég stóð og horfði yfir hafið dreyminn á svip. Boltar sem einhverjir höfðu tínt, smáhlutir, net, trjádrumbar, allt safnaðist þetta saman á sjónum. Ætli sjórinn sé með söfnunaráráttu? Ætli Ægir vilji gefa bárunum eitthvað fallegt í jólagjöf? Mjög ólíklegt. Mjög, mjög ólíklegt.
Ég andvarpaði og sneri mér við. Ég hafði lagt bílnum mínum skammt frá. Lítil, silfurlituð KIA. Ég horfði á hana hugsi. Svo sneri ég mér aftur að sjónum og settist niður.
Ég vissi í raun ekki afhverju ég var þarna. Einhverja hluta vegna kom ég alltaf að nákvæmlega þessum stað um það bil þrisvar á ári. Það var engin ástæða. Kannski vildi ég bara hugsa., vera einn. Kannski fékk ég bara einfaldlega nóg af því að vera í borginni. Kannski var ég sveitastrákur í mér, án þess að vita það. Án þess að hafa nokkurntíma farið í sveit. Það var ólíklegt, en það gæti verið.
Ég tók handfylli af sandi og kastaði henni út að sjónum. Það var ekki eins og það gerði eitthvað fyrir mig. Mér leið ekkert betur. Ennþá sama þunga tilfinningin í maganum sem ég hafði ekki hugmynd um hvaðan kom. Ég andvarpaði og stóð aftur upp. Ég leit á silfurlitaðan bílinn, hvernig sólin endurkastaðist af honum og gerði hann einhvernveginn raunverulegann…ég gat ekki teiknað þannig…það er ekki hægt að teikna sólargeisla, er það? Ekki svona raunverulegann…
Afhverju sækist maður alltaf eftir því sem maður getur ekki fengið? Tölvunörd vilja verða fimleikastjörnur, fimleikastjörnur vilja læra á tölvur. Klappstýrur eru kannski nokkuð ánægðar með lífið, þar til þær fá falleinkunn á lokaprófunum. Litlu, þybbnu stelpurnar sem ná alltaf öllum prófum vilja verða klappstýrur. Enn þetta virkar ekki þannig. Maður velur sér lífstíl og heldur sig við hann. Alveg eins og leikarar vilja stundum verða söngvarar. Gerðu það, Will Smith, ekki halda áfram í tónlistinni! Þú leikur mikið betur en þú syngur!
Það er það sama með tónlistina. Þú hlustar á rokk og verður í raun rokkari í þér. Klæðist þannig fötum, verður með þannig hárgreiðslu. Ég veit reyndar ekki hvernig hin tíbíska rokkarahárgreiðsla er. Ætli það sé ekki bara síða, úfna hárið? Fötin eru mun auðveldari. Víðar, slitnar gallabuxur og Metallica bolur. Svo eru það rapparar. Með ‘’blingblingið’’, víðu bolina og stóru, víðu gallabuxurnar sem þeir girða varla uppfyrir hné. Gotharar eru líka sérstakir. Svörtu fötin, hugsanahátturinn.
Svo eru það líka þessu eintómu ‘’wannabe’’. Stelpur sem láta einu sinni sjá sig í ‘’rokkklæðnaðinum’’, slitnum buxum og víðum bolum, mæta svo daginn eftir í ‘’rappklæðnaðinum’’ og fólk bíður bara eftir að þau komi með gráu hárkolluna í eldgömlum, fínum kjólum í stíl við klassíkina. Þannig fólk þoli ég ekki.
Ég myndi svona helst flokka mig sem rokkara. Víðu gallabuxurnar, stuttermabolirnir. Svo er ég ekki heldur með þennan omg þúst júnóv talsmáta eins og eiginlega allar stelpur sem ég umgengst eru með, en þær hlusta líka allar á eins tónlist, en sú tónlist er öðruvísi en sú sem ég hlusta á.
Kannski skiptir tónlist ekki miklu máli. Kannski er ég bara að fara út í öfgar. Hefur einhver hérna reynt að semja lag? Ég hef reynt að semja texta, tókst bærilega, nema það að ég gat ekki samið rokktexta, bara ballöðutexta, en ég hlusta ekki á ballöður! Ég samdi reyndar einu sinni texta sem hefði getað flokkast undir rokk, ef hann hefði bara ekki verið svona hræðilega lélegur! Carrying the sprout, hét það lag. Hvaða ellefu ára krakki semur texta á ensku með titli sem það veit ekki hvað þýðir en fannst það bara hljóma vel?! Það er að segja hvaða krakki annar en ég?
Kannski er þetta ástæðan fyrir því að ég kem hingað. Svo ég geti hugsað um svona algerlega tilgangslausa hluti sem að ég hef samt áhuga á, eða þoli ekki?
Ég ríf störuna sem ég hafði haft á bílnum mínum, lít einu sinni enn út yfir sjóinn áður en ég skakklappast í átt að bílnum, opna hurðina, sesti inn og keyri í burtu.







Ég vil taka það fram að í fyrra samdi ég lag sem hét Carrying the sprout, textinn var hörmulegur rokktexti. Ég veit samt hvað titillinn þýðir, var ekki alveg það heimsk 11 ára!
Ég missti mig aðeins, fór að segja frá svona eigin skoðunum sem ég hefði kannski átt að sleppa…en ég sleppti þeim ekki, og ef ég hefði sleppt þeim þá hefði þessi smásaga orðið örverpissaga, þ.e. einn þriðji af því sem stendur hér að ofan…

Koma með ÁLIT! en ekki skítaálit, svo það er í raun ekki hægt að segja neitt álit, því að álit samsavarar gagnrýni og það er alltaf eitthvað leiðinlegt í gagnrýni…svo endilega finnið eitthvað gott við þessa sögu og hrósið því, látið hitt bara vera! =D
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*