Einu sinn var maður. Þessi maður var lítill en í staðinn var hann með mjög stórt egó. Hann gekk alltaf niður laugarveginn, blikkaði stelpur og ógnaði fólki. Hann hafði gert þetta allt sitt líf og honum fannst það ágætt.
Svo einn dag er hann gekk þá byrjaði hann að heyra tónlist, eitthvað kannaðist hann við þessa tónlist. Hann heyrði í blásturshljóðfærum og allskonar strengjahljóðfærum. Hann fylltist löngun til að hjálpa heiminum. Hann hafði aldrei fengið þessa tilfinningu áður. Allt í einu byrjuðu fötin hans að breytast, þau byrjuðu hægt og hægt að verða blá og rauð. Hann varð hissa. Hann byrjaði að finna fyrir því hvernig hann varð sterkari og sterkari. Hann sá það núna. Hann var að breytast í súperman. Einhvern veginn óx á hann skikkja og nú var hann orðin súperman.
Hann ákvað að fara og gera góðverk út um allan heim. Hann byrjaði að hlaupa og allir horfðu á hann með aðdáun, nú fyrst fékk leið honum vel.
Allt í einu sá hann að það var kviknað í ráðhúsinu. Hann flaug af stað í átt að ráðhúsinu. Hann lenti fyrir framan það og sagði: “ég er mættur.” Allir sem voru að horfa á brunann hrópuðu og klöppuðu. Ein kona öskraði til hans: “það er lítið barn fast inni.” “Ég redda því” segir súperman með svalri röddu. Hann hleypur á dyrnar og brýtur þær, hann gengur inn og lítur í kringum sig. Hann heyrir í litlu barni. Hann hleypur í átt að barninu og finnur það strax, þetta er lítil stelpa. Hann tekur það upp en þegar hann ætlar að hlaupa að útganginum þá dettur þakkið fyrir hann. Nú er hann í klandri. Hann hugsar í tvær sekúndur og segir svo: “vertu alveg róleg.” Hann sparkar í veggin við hliðin á sér og hann brotnar strax. Hann hleypur með stelpuna út og þá kemur mamma stelpunnar á móti honum og tekur við stelpunni.
Súperman gekk hægt í burtu, alveg ótrúlega ánægður með sjálfan sig. Allt í einu koma svo að honum fjórir menn, þessir menn voru augljóslega ekki með réttri felldu. Þeir voru með hnífa og kylfur. Þeir gengu að súperman og sögðu: “náum honum.” Þeir stukku á súperman og héldu honum niðri. Af einhverri ástæðu þá gat súperman ekki staðið upp. Þeir náðu að halda honum niðri. Allt í einu segir einn þeirra: “við verðum að skera hann af.” Einn af þeim fer í áttina að klofinu á súperman með hnífinn sinn. Nú fyrst varð súperman hræddur. Þeir toguðu buxurnar niður mittið á honum og byrjuðu svo að skera. Eftir mínútu var verkið búið. Þeir hlupu í burtu.
Eftir lá súperman og typpið hans við hliðin á honum. Það var blóð út um allt. Tónlistinn ómaði út um allt.
Þetta var hetjan okkar.
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…