…Ég er nú langt frá því að vera einhver sérfræðingur, en það virkar að setjast niður og bulla á blaðið í svona kukkutíma… maður býr til fullt af rusli en eftir smá tíma fær maður hugmynd sem hægt er að vinna eftir, það virkar líka að setja upp beinagrind af “ruslinu” og reyna að gera eitthvað gott úr því… fara á tónleika, kíkja á áhugaverðar málverka sýningar, lesa góðar bókmenntir, eða, það sem hefur hvatt mig einna mest, að rifja upp gamlar minningar, t.a.m. af einhverju sem hefði getað farið betur og skrifa í kringum það, þess vegna í myndmáli, reyna að finna hliðstæður í einhverju sem allir þekkja og bulla… það er alltaf hægt að leiðrétta mistök…. skrifin gætu orðið rusl, en þá er bara að skoða hvað hefði mátt fara betur, taka sér pásu, þess vegna í nokkrar vikur og reyna aftur.
….gangi þér vel…. hugi21