Þetta var hljótt Ágústkvöld. Það var mjög áliðið og orðið rökkvað í kringum mig. Þó stafaði talsverðri birtu af ljósastaurunum.
Ég var hræddur. Ég hafði orðið vitni að hræðilegum atburði, mjög hræðilegum atburði. Ég sá Manninn og stúlkuna. Stúlkan lá á jörðinni. Hún grét, það var sárt að heyra það. Enginn sá mig á bakvið gáminn. Þó var ég sannfærður um að eitthvað æðra máttarvald hafi litið á mig, með hornauga.
Ég vissi það að ég breytti ekki rétt á þessari stundu. Ég hjálpaði stúlkunni ekki þó hún væri í mikilli nauð. Ég varð vitni að niðurlægjingu stúlkunnar, eyðileggingu lífs hennar. Ég gerði samt ekkert. Ótrúlegt hvað ég frýs þegar mikið liggur við. Ég hljóp ekki í burtu heldur horfði bara á. Það var eins og ég væri þáttakandi, en þó hafði ég ekkert gert, eða hvað?
Ég varð vitni af öllu saman, ég fann jafnvel áfengislyktina af manninum, svo nærri var ég, en þó gerði ég ekkert til að stöðva manninn í árás sinni á stúlkuna. Hann nauðgaði henni á hrottalegan hátt og myrti hana svo. Hann fleygði svo líkinu í gáminn sem ég faldi mig á bakvið. Hjarta mitt sló hratt, hví gerði ég ekkert?
Nú geng ég í burtu frá sannleikanum, bláköldum sannleikanum sem ég reyni að forðast allt mitt líf eftir þessi skelfilegu augnablik á bakvið gáminn, þar sem ég gerði ekki neitt.