“Ef stjórnandinn hefur verið virtur hér áður fyrr er það liðin tíð og tími til kominn að segja af sér og hleypa nýjum virkum stjórnendum inn á svæðið.”
Það er engin regla sem segir til um að aðeins eigi að vera einn stjórnandi á hverju áhugamáli, það er verk vefstjóra að skipa fleiri stjórnendur ef einn er ekki nóg. Það að vera óvirkur á áhugamáli sínu í nokkurn tíma er engin ástæða fyrir frásögn, heldur gott dæmi um vanskipulag vefstjóra.
Hún mætti hinsvegar setja upp litla tilkynningu sem segir frá fjarveru hennar.
En hver veit nema *setjið inn náinn fjölskildumeðlim* hafi framið sjálfsmorð og hún sé djúpt sokkin í þunglyndi.
Ég veit að þetta er afar öfgafullt dæmi, en sumt fólk á sér líf fyrir utan netið, og tekur það fram yfir það.
“Viðkomandi stjórnandi ætti í það minnsta að sýna notendum þá virðingu að svara skilaboðum þegar hann fær þau…”
Hver segir að hún skoði skilaboðin sín?
Ég veit það af eigin reynslu að það er mjög seinfært að skoða huga á 56k módemi, og kanski velur hún að nota þann tíma í annað þangað til að hún fær aDSL sett upp hjá sér. Allvega hef ég ekki þolinmæði í að fara í gegnum skilaboðin mín hér á huga, ég hef nóg með að skoða persónulegan póst.
“En er persónuleg aðferð hennar/hans til að útiloka mig, birta ekki grein eftir mig og svara ekki skilaboðum frá mér - í lagi sem sagt?”
Hver segir að hún sé að því?
Hún rennir sennilega yfir greinarnar áður en hún samþykkir þær, og hefur sennilega þótt þessi grein eiga heima annarsstaðar en á þessu áhugamáli, og hent henni út með öðru sorpi sem berst án þess að gefa neina tilkynningu um.
Sem færir mig að þeim punkti að það eru alls ekki allir stjórnendur sem láta vita að grein hafi verið hafnað og af hverju, enda ber þeim engin skylda til þess.
Equilibrium, sem er enn út úr kortinu vegna ReGenesis.