Þetta er þriðja sagan sem ég eri hér á huga. Ég ákvað að gera þetta aðeins öðruvísi sögu( bara smá tilbreyting). En allavega það er eitthvað vesen á tölvunni minni, Íslensku stafirnir fara alltaf þegar ég ætla að senda sögur inn svo að ég verð alltaf að setja inn Íslensku stafina aftur inn. Bara láta ykkur vita svo að ef það eru einhverjar stafsetningarvillur…
Njótið vel.

Of stór heimur fyrir of litla manneskju..

Bandaríkin er frekar stórt land. Og í þ?essu stóra landi er stór borg sem heitir New York. Og í þessari stóru borg er stórt fyrirtæki sem heitir The Bussines. Og í þessu stóra fyrirtæki er stór deild sem heitir bókhaldsdeildin. Og í þessari stóru deild er fullt af fólki. Og innan allt þetta fólk, situr ein lítil manneskja í litlu horni innan fullt af skjölum og blöðum. Það tekur samt enginn eftir þessari litlu manneskju. Hún situr bara þarna í litla horninu og flokkar skjöl og blöð. Fólk veit varla að hún sé til. Þau vita bara að það er ein manneskja eða vél sem flokkar skjölin þeirra og setur þau á öll borðin eftir daginn. Fólkið veit ekki að hún vinnur svo hart að sér, að hún vinnur meira enn þau öll. Þau vita ekki að þessi litla manneskja er alltaf lengur en þau í vinnunni. Það veit enginn að hún setur öll skjölin á hvert einasta borð og tekur svo stætó heim. Að hún á eigi heima í litlari kjalaraíbúð með 14 köttum, ein. Það veit enginn að hún borðar bara pakkamat, horfir svolítið á sjónvarpið, gefur öllum köttunum að borða og drekka og fer svo að sofa. Enginn veit hver áhugamál hennar er, að horfa á Opruh með fullt af bréfþurrkum og gráta svolítið útaf þættinum. Það veit enginn að hún tekur sér ekkert helgarfrí, jólafrí, páskarfrí eða sumarfrí. Hún bara vinnur og vinnur og vinnur, stanslaust. Fólkið veit ekki að hún á enga foreldra, bara systur sem býr á Miami. Systir þessara litlu manneskju á 2 börn, hús, hund og mann. Enginn veit að systir manneskjunar bíður henni aldrei í heimsókn, ekki einu sinni á Þakkargjöradaginn. Fólkið í fyrirtækinu veit ekkert um þessa litlu manneskju. Enginn veit hvernig þessari manneskju líður, henni finnst hún einskis virði, að enginn þyki vænt um hana, að enginn veit að hún séi til.
Nú situr hún í litla horninu sínu í bókhaldadeildinni og hugsar um sjálfsmorð. En hún veit ekki að það er maður í stuttbuxum, skyrtu og með derhúfu, sem stefnir beint á litla hornið hennar með blað í hendinni. Hann gengur upp að litla hornið hennar og leggur hendina á litla borðið hennar og spyr: “Fröken Norm. Er fröken Norm hérna?” Litla manneskjan lítur upp af skjölunum og horfir á manninn undrandi. Hefur henni misheyrst, já örugglega. Hún lítur af manninum og sekkur sér aftur ofan í skjölin.“ Er fröken Norm hérna?” endurtekur maðurinn. Lítill Vonarneysti kviknaði í augum manneskjunar þegar hún lítur upp á manninn.“ Ég heiti Norm, Rachel Norm,” segjir litla manneskjan undrandi.“ Ég er með sendingu til þín fröken Norm,” segjir ma›urinn og tekur penna úr vasanum.”Til mín?“ spyr litla manneskjan enn undrandi. ” Jebb, kvittaðu bara hérna,“ segjir maðurinn og réttir henni pennann og blaðið og bendir á stað sem stendur fyrir neðan, undirskrift. hún kvittar og spyr manninn,” Hvað er ég að kvitta fyrir? “ Undir 1000 rauðar rósir,” svarar maðurinn og um leið koma 4 menn inn um dyrnar, að litla horninu hennar með fullar hendur af rósum og bréfum.
Litla manneskja tekur eitt bréfið af einni rósinni og les það. Eftir lesturinn þá lítur hún aftur á manninn brosandi
Ja hérna, hugsaði lita manneskjan, einhver veit af mér, einhver þykir vænt um mig, litlu manneskjuna í horninu í stóra fyrirtækinu.

Kv.
Aglah

Dragon Force Rules