Einu sinni var kú sem hét Silla. Allt í einu langaði hana að lenda í ævintýri, svo hún fór til besta vinar síns Magga flóðhests og spurði hann hvort hann vildi koma með. Hann vildi fara með svo að þau löbbuðu út úr bænum. Eftir ca. klukkutíma gang komu þau að risa stórum skógi. “Það er svo bjart úti að skógurinn er ekkert hræðilegur núna” sagði Silla. Þannig að þau fóru inn í hann. Allt í einu dimmdi og kólnaði. “Aaaaaa það verða lögð á okkur álög!” öskraði Silla þegar vindurinn feykti trjágreinum framan í hana. “Nei það eru engin álög til það eru bara þjóðsögur” sagði Maggi til að hughreysta hana, þótt hann vissi vel að það væru álög á skóginum. Þau löbbuðu um skóginn mjög lengi án þess að komast út. Þau voru bæði orðin þreytt svo þau fundu sér góðan stað og sofnuðu þar. Næsta dag héldu þau áfram að labba um skóginn. Það var allt útí skrítnum hljóðum sem gerðu þau svo hrædd að þau byrjuðu að hlaupa. Þau hlupu og hlupu þangað til þau komust loksins útúr skóginum. “Vá hvað það er gott að komast út” sagði Silla “ég var rosalega hrædd um að það yrðu lögð á mig álög”. Þau gengu lengi lengi um græn tún, yfir hæðir og alls konar umhverfi. Silla vildi fara að komast heim en var samt hrædd við skóginn. “Við verðum samt að fara aftur í gegnum hann til þess að komast heim” sagði Maggi áhyggjufullur. Þannig að þau löbbuðu aftur til baka í átt að skóginum. Þegar þau komu að honum voru þau orðin þreytt þannig að þau ákváðu að sofna áður en þau lögðu af stað inn. Þegar þau vöknuðu voru þau bæði hrædd, en ákváðu samt að fara inn til þess að komast heim aftur. Þau lögðu af stað. Þau löbbuðu um skóginn dauðhrædd þangað til eitthvað greip í þau. Silla reyndi að öskra en kom ekki upp orði fyrir hræðslu en Maggi hafði náð að rífa sig lausan og hljóp í burtu.
Silla rankaði við sér í hörðu rúmi, inní litlum trékofa. Hún var mjög þreytt og sofnaði aftur. Hún vaknaði aldrei aftur.
Magga tókst að hlaupa út úr skóginum og reyndi að ná í hjálp. Enginn trúði honum og allir héldu að hann væri geðveikur. Hann var lagður inn á Geðsjúkrahús og var þar alla ævi.