Ég horfi í spegilinn. Allt í einu birtist einhver gömul kona fyrir aftan mig. Það er eitthvað við hana, ég veit ekki hvað. Kannski hefur þetta verið langamma mín, ég veit það ekki. Ég lít fyrir aftan mig. Þar er enginn. Ég lít aftur í spegilinn. Þar er þessi gamla kona ennþá, glottandi. Ég vakna. Þetta var þá allt draumur. Ég sofna fljótlega aftur.
Daginn eftir vakna ég við geltið í hundinum mínum. Hann geltir eins og brjálaður. Hann hleypur niður stigann. Þegar hann lendir á gólfmottunni niðri, heyrist brothljóð. Ég leit inn í baðherbergið. Ljósaperan hefur brotnað. Það lokaðist hurðin og læstist. Með hjálp bróður míns komst ég út. Það er eitthvað skrýtið við þetta hús…
Ég vakna um nóttina. Það heldur einhver gamall maður utan um mig. Ég er hræddur og reyni að öskra, en maðurinn kemur í veg fyrir að ég geti það og heldur fyrir munninn á mér. Ég loka augunum og opna þau aftur. Maðurinn er horfinn! Var þetta enn einn skrýtni draumurinn hjá mér eða var þetta raunveruleiki?
Ég vakna. Mamma og pabbi eru að fara eitthvað út á land, en ég og bróðir minn verða eftir. Seinna um daginn fer ég að hjálpa bróður mínum að bóna nýja bílinn hans. Hann fer inn að ná í bón en ég verð eftir í bílskúrnum. Eftir nokkra stund gerist svolítið. Bílskúrshurðin opnast. Ég er svolítið hræddur eftir allt sem hefur gerst, draumana og þetta með hundinn. Ég hleyp því inn og segji bróður mínum frá því hvað gerðist í bílskúrnum. Hann kemur með mér inn og lokar hurðinni. Svo allt í einu gerist þetta aftur. Bílskúrshurðin er opin. Við förum inn og náum í biblíuna. Bróðir minn les einhvern kafla úr henni og leggur hana á hilluna. Allt í einu heyrist eitthvað detta. Við lítum við og sjáum það með berum augum. Biblían liggur opin á gólfinu. Í sama mund opnast bílskúrshurðin aftur. Við lokum traustlega svo þetta myndi gerist ekki aftur og förum á næstu bensínstöð og bónum bílinn þar. Á leiðinni er bróðir minn að segja mér frá miðli sem kom til okkar í húsið fyrir nokkrum árum og rekið út einhverja illa anda. Það höfðu ekki einhverjir ærsladraugar náðst úr húsinu. Núna er miðillinn dáinn svo við getum ekki hringt í hana aftur.
Við förum inn. Það blasir ekki við okkur fögur sjón. Allt húsið er í rúst. Allt á hvolfi, stólar búnir að velta um koll og meira. Sennilega er ærsladraugurinn kominn aftur. Við ætlum að hringja í annan miðill. Eftir nokkra stund hringir dyrabjallan. Þetta er víst hún. Það er eitthvað skrýtið við hana. Hundurinn geltir mikið á hana. Nú er ég búinn að fatta það, þetta er konan úr draumnum! Ég var aldrei búinn að segja neinum frá draumunum. Ég þori ekki að segja honum núna, það myndi líklega bara gera illt verra. Ég er ekki alveg viss, þetta gæti alveg verið einhver annar. En jú, ég fann einhverntímann einhverja svarthvíta, illa farna og líklega mjög gamla mynd uppi á háalofti. Ég man að það stóð vandlega skrifað með penna: ,,Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 26. feb. 1896 d. 2. sept. 1921” Konan er dáin. Þetta er þá alvöru draugur!
Konan er nú “farin” og ég segji bróður mínum frá draumnum. Við hringjum nú í annan alvöru miðil. Hann kemst í samband við þessa konu. ,,Já, það stendur þannig á.” segir miðillinn. ,,Ég fæ þau skilaboð, að konan sem ég tala við fær ekki frið,” segir hann alvarlegur ,,vegna hræðilegra atburða sem áttu sér stað í húsinu.” Allt í einu tekur miðillinn kipp og heldur um hjartað. Hann dettur á gólfið og blóð lekur frá honum. Það er best að ég hringi á neyðarlínuna, hugsa ég. En… það er enginn sónn! Það er seint um kvöld og rafmagnið er farið af húsinu. Ég og bróðir minn erum aleinir heima í myrkrinu. Við komumst ekki út. Allt í einu kemur mikið ljós að mér. Ég sé hvíta veru myndast í ljósinu labbandi niður stigann. Í fjarska heyri ég rödd bergmála. Röddin kallar nafnið mitt. Ég reyni að forða mér eins og ég get. Ég hleyp upp. Þar sé ég veruna, en hún með hvítar árur í kringum sig. ,,Hver ertu?“ segi ég án þess að búast við svari. ,,Þú veist það sjálfur” sagði veran. Röddin hennar bergmálar. Útidyrahurðin fyrir aftan mig opnast. Ég hleyp eins og fætur toga. En áður en ég kemst út þá lokast hurðin. Veran er nú fyrir framan mig. ,,Þú kemst aldrei út úr þessu húsi!'' segir veran illkvittna. En þegar hún er rétt búin að sleppa orðinu, þá byrjar hún að öskra. Veran sem er fyrir framan mig er að eyðast. Fyrir aftan hana sé ég þá konu. Þetta er konan í draumnum. ,,Ert þú draugur?“ spyr ég konuna. ,,Ég hef alltaf reynt að vernda þig, elsku barnið mitt. Ég er verndarengill þinn. Það var illur andi sem var að eltast við þig,” segir konan. ,,Konan sem þú sást, er ekki til.“ Konan er farin. ,,Við heyrumst seinna” bergmálar.
Endi