Þetta er smá partur úr skáldsögu sem ég er að gera. Hún er mikið stærri en þetta en ég vildi leyfa fólki sjá einhvern smá part úr þessu.



Það er eins og ég hverfi inn í hyldýpi helvítis, en ekki einu sinni Satan vill mig. Ég kastast til baka í enn kaldari veruleika og græt, græt þar til martraðir sækja í mig, en martraðir eru betri, meira að segja helvíti er betri en þessi andskotans aumi veruleiki.

Aftur mig dreymir, en í þetta sinn dey ég ekki. Þetta verður allt bara verra, verra og verra, þangað til ég vakna aftur og nú er ég öskrandi, en mér er sama, þau mega koma. Og það þau gera. Hann sótbölvandi og hún með þetta stingandi augnaráð, en mér er enn sama. Ég bara græt og gnísti tönnum undan reiðinni, hatrinu og sorginni sem fylla allt.

Ég finn ekki einu sinni fyrir höggunum, spörkunum og orðunum, ég bara dey innan í mér, hægt og hægt, bráðum verður ekkert eftir hatrið, reiðin og sorgin.

“ÉG HATA YKKUR!!”

Ég berst á móti og hann fellur, en hún er horfin, hvert veit ég ekki, en ég sest ofan á hann og þrýsti höndunum að hálsinum á honum. Nú skal hann deyja, nú skulu allir deyja. En þá finn ég stinginn, hún er komin aftur og ég finn mig lamast, en tilfinningar mínar lamast ekki, bara holdið.

Hann hrindir mér burt og þau standa bæði yfir mér, en ég sé ekkert nema óskýrar verur vegna táraflóðsins. Heimurinn berst í kringum mig, inní mér, allsstaðar, allt fyllist af myrkri og blóði, öskrum og sársauka. Saklausir deyja og hreinir hata, heimurinn er að farast, farast en enginn sér það vegna táranna, allir berjast með hatrinu, en drukkna í eigin blóði.