2. kafli
Magga lagði frá sér tólið og fann sárlega til með pabba sínum. Hún vissi aldrei almennilega hvað hafði gerst þegar pabbi hennar var í löggunni, hann hafði aldrei viljað tala um það.
Mamma hennar hafði oft talaði um hvernig hann breyttist rétt áður en hann hætti. Hún var ekki nema tveggja ára, svo hún gat ömulega skilið hvernig hann hafði verið áður. Pabbi hennar hafði alltaf verið frekar lokaður og þungur maður.Hann var alltaf góður við hana en henni hafði aldrei fundist hún þekkja hann nógu vel, oft óskaði hún að hann myndi opna sig soldið hleypa henni inn. Hann eyddi klukkustundum saman að grúska í gömlum skýslum, alltaf hafði hún haldið að hann myndi á endanum skrifa bók eða eitthvað, hann væri að vinna að einhverju sérstöku, en í hvert skipti sem einhver reyndið að komast að því hvað hann var að gera hristi hann það einhvernveiginn af sér, og sagði oft “ eitt sinn lögga ávalt lögga” og glotti. En augun sögðu að þetta væri eitthvað sem hann ætlaði ekki að tala um, og með tímanum hættu allir að skipta sér af því.
Síminn hringdi, það var mamma hennar, Hæ Magga mín er allt í lagi ertu búin að tala við pabba þinn? Já hann er að fara niðrá stöð vildi ekki að ég kæmi sagðist ætla að tala betur við mig í fyrrámálið, Ok elskan, þetta verður allt í lagi ég var að tala við hann ég ætla að reyna koma fyrr heim, ráðstefnan er búin á morgun og ég ætla að bruna beint í bæinn. Möggu fannst frekar skrítið að mamma hennar ætlaði að rúkja í bæinn, hún var búin að skipuleggja þessa ráðstefnu í um það bil tvö ár, og hún var ekki týpan til að láta eitthvað svona hafa áhrif á sig, vanalega myndi hún bara segja öllum að hrista þetta af sér. Það sem Magga bjóst við var að hún myndi bara segja “svona hlutir gerast og eina sem við getum gert er að takast á við það” mamma hennar var alls ekki köld, bara hörð á sínu og ákveðinn. Enda hefðu ún aldrei komist svona langt í stjórnmálum ef hún hefði verið einvher tepra. En Magga var samt feginn því að hún hafði ákveðið lag á pabba. Já ok ég heyri þá í þér þegar ég kem í bæin. Eina sem Magga vissi var að pabbi hennar hafði verið að labba út í bíl þegar tveir menn stöðvuðu hann og rændu bílum hans, hann var ómeiddur fyrir utan kúlu á hausnum. Það er að minnsta kosti það sem sagt var í fréttunum. Bílráni í miðbæ Reykjaíku í dagsbirtu. Magga vissi að hún gat ekkert gert svo hún ákvað að halda bara sinni rútínu og taka því rólega þar til hún heyrði eitthvað meira í pabba sínum
Klukkan var að ganga 4 um nóttina þegar einhver barði að dyrum, hún opnaði hurðina hálfagátt áttaði sig ekkert á hvað tveir menn þetta voru, Yngir maðurinn tók til máls, Komdu sæl Halldór heiti ég og er löðreglumaður, hinn var prestur, hún náði aldrei nafni hans, áður en þeir höfðu lokið máli sínu áttaði hún sig á að eitthvað hafði komið fyrir. Við höfum slæmar fréttir að færa. Faðir þinn Sigurður Jónasson er látin. Hann lést fyrir um klukkustund.