Hér er mín fyrsta smásaga, samin fyrir Íslensku en ég ákvað að skella henni hér inn ;) Endilega segið ykkar álit.. bætti við eitthverjum greinaskilum til að auðvelda lestur, þótt það hæfi kannski ekkert sögunni.



Það var sólríkur sumardagur þegar og ég var ekki nema 6 ára gamall. Æfingin var búin og ég var búinn að bíða eftir pabba í heilar 20 mínútur og ekki leist mér á blikuna. Hélt jafnvel að hann hafi lent í slysi og látist og öll fjölskyldan með. Á meðan ég beið þá sá ég þennan gríðarstóra og fallega hannaða kóngulóarvef. Ég horfði gáttaður á vefinn og fannst ótrúlegt hvernig svona lítil skepna eins og kónguló gæti gert svona gríðarfallega smíð

Kóngulóin sat þarna í miðjum vefnum eins og kóngur í hásæti og horfði stolt á ríkidæmi sitt. Þótt vefurinn væri fallegur var hann samt sem áður eins og vígvöllur þar sem allir höfðu látist nema einn. Tugir ef ekki hundruðir flugna lágu í valnum og kóngulóin ein eftir á lífi. En hún virtist ekki sakna flugnanna neitt eins og maður hefði búist við ef maður sæti einn eftir á vígvelli og ekkert lífsmark í kringum sig. Kóngulóin tók sig meira að segja til og fékk sér að snæða af einu fórnarlambinu eins og ekkert væri sjálfsagðara og naut þess greinilega mikið. Skal kannski engan undra enda flugur bæði hollar og góðar segja þeir sem þær hafa smakkað.

Enn bættust við fórnarlömb á vígvöllinn, flugur sem flugu í vefinn eins og bandóðir japanar á Pearl Harbour, nema hvað að flugurnar ollu engum nema sjálfum sér skaða og tjóni, misheppnaðir píslarvottar. Kóngulóin fann allt í einu þörf hjá sér að bæta meistaravefinn sinn og tók augljóslega ekki mark á málshættinum “if it ain’t broken don’t fix it”

”. Kóngulóin vígreifa gerði við vefinn og hann varð enn glæsilegri en áður og átti vafalaust eftir að valda mörgum flugum hugarangri, því hann var frábærlega staðsettur. Staðsettur fremst á loftræstiröri með nægri hlýju og yl þar sem flugurnar hefðu gjarnan vilja leita sér skjóls á köldum nóttum. Auk þess var þarna inni epli fallegt, hálfétið, svo flugurnar þyrftu ekki einu sinni að skræla það. Er ekki nema von að flugurnar sæktu þetta ákveðna loftræstirör.

En nú varð ég að hætta að horfa á þessa gríðarlegu baráttu kóngulóarinnar við vesælar flugurnar þar sem pabbi var kominn, 40 mínútum á eftir áætlun. Hann hafði bara tafist aðeins við að skeina hundinn sem hafði gert smá “úbbs” í feldinn sinn fína.


Fin, Endir og Braviddsímó