Ég ætla að segja frá mjög skrítinni fjölkyldu sem er alltaf öfugsnúin öllu,
Nú kemur sagan af þeim:
Katla og Pétur eru systkyni, Katla er ellefu ára og Pétur er þriggja ára, mamma þeirra og pabbi heita Ragnar og Edda, þau vinna bæði við að skipta um ljósaperur í stórum húsum.
Á morgnanna fer Katla á fætur klukkan sjö, athugar hvort hárið sé örugglega í rúst, borðar morgunkorn og klæðir sig í ljótustu fötin sem hún finnur í fataskápnum.
Þegar Edda vaknar setur hún puttana inn í innstungu og hallar sér að ofni svo hárið á henni standi allt upp í loftið, klæðir sig í furðulegustu og asnalegustu fötin sem hún á til sem er reyndar æpandi appelsínugult pils og dökkfjólublár bolur, síðan nær hún í Pétur, gefur honum smá Cherios og klæðir hann í útifötin.
Þegar loksins Ragnar fer á fætur þá fer hann í ósamstæða sokka, fer í götóttar gallabuxur og fer í bol sem á stendur Halló hæna, fær sér gulrætur í morgunmat og skutlar Pétri á leikskólann og Kötlu í skólann, fer svo og nær í Eddu, konuna sína og þau keyra saman í vinnuna.
Að vísu hefur þessi fjölskylda ekki alltaf verið öfugsnúin. Þegar Edda var ólétt og nýgift Ragnari þá dreymdi hana skrítinn draum, henni dreymdi að hún væri alltaf ógeðsleg og með hárið út í loftið, þegar hún vaknaði eftir þennan draum þá fylltist hún ógeði og ældi, kemur þá að henni agnarlítil álfkona og segir ‘Jæja, svo þú hefur ógeð á fólki sem er öðruvísi en þú, skammastu þín, nú verður þú alveg eins og þig dreymdi og fjölskylda þín líka.’ Að því loknu hvarf hún.
Nú er Eddu alveg sama þó hún sé skrítin, núna elskar hún það en er með smá áhyggjur af því hvernig hún eigi að breytast aftur í sömu reglusömu konuna. En Ragnari er alveg sama þó hann sé öðruvísi, hann bara elskar konuna sína.
Pétri og Eddu er næstum sama, þeim langar bara að vita hvernig það sé að vera venjuleg, þeim finnst stundum gott að vera ein en þau eiga samt bæði vini sem skilja þau og leika við þau.
Nú þennan sólbjarta dag, kemur litla álfkonan og fylgist með þeim í laumi, hún hafði fengið miklar skammir frá yfirálfinum fyrir að breyta þeim svona, semsé, hún kom til að breyta þeim aftur ef þau sýndu eftirsjá með sínar leiðinlegu skoðanir á öðru fólki.
Litla álfkonan sér Eddu gráta og fer til hennar ‘Edda ég skal breyta þér aftur til baka’ En Edda segir bara ‘Ég græt ekki af því að ég er öðruvísi, ég græt af gleði yfir því að fá að vera öðruvísi’.
Litla álfkonan fellir tár og segist ekki ætla að breyta þeim aftur ef það er ekki það sem þau vilja’. Nú kemur Ragnar inn með Kötlu og Pétur, Ragnar segir að þau vilji líka halda áfram að vera öfugsnúin, og Pétur segir ‘Ek líga mamm’ og Katla segir ‘ Ég líka mamma’.
Litla álfkonan kveður og segist koma aftur og breyta þeim þegar þau vilja.
Öfugsnúna fjölskyldan kallaði aldrei aftur á litlu álfkonuna og nú lifa þau hamangjusöm til æviloka. ENDIR