Smá flipp


Ég gekk niður að skólanum. Klukkan var átta um morguninn, afhverju er enginn mættur?
Ég opnað hurðina á matsalnum, opin. Er ég fyrstur hingað eða? Salurinn er miklu stærri svona tómur, ég er aleinn, skrítið…..
Hvað er í gangi? Ég er að fara í stærfði já, best að halda bara áfram. Önnur hæð, það er eitthvað mikið skrítið í gangi. Enginn í stærðfræði…enginn á annari hæð…
Ég geng aftur niður í matsal, það er enginn hérna. Líklega frídagur og ég bara mundi það ekki.
Upp á flipp tek ég lyftuna niður. Aaaaarrrrggggggg!!!!!!!
Ég heyri hræðilegt öskur það bergmálar í lyftunni og lyftan tekur kypp, það er eitthvað ofaná lyftunni…fullt af blóði!! Shit!!, um leið og lyftudyrnar opnast hleyp ég út og tek upp gsminn og hringi 1 1 2…..bíbb….. bíbb….?Því miður er enginn notandi með þetta símanúmer?…..hver andskotinn…… Hvað er eiginlega í gang?!?!? Ég er farinn! Ég stekk nánast af hræðslu að útidyrunum…….ha….læst?…það er blóð á glerinu……..Ég verð að komast út! Ég lýt í kringum mig og tek þá eftir svolitlu skrítnu…þetta var ekki hérna áðan…það situr fólk í stólunum..það er dautt!
Ég lem af öllu afli í hurðina og reyni að brjóta hana upp……

Ég kom aftur í skólann tvem vikum síðar…..það er allt svo breytt, mér líður miklu betur…Ekki lengur einn.
Ég er búinn að eignast nýja vini, það eru engin lík í FS lengur… ekki hjá mér.
Mér bregður þegar vinkona mín kemur hlaupandi út úr lyftunni og lendir harkalega á borðinu…hún tekur ekkert eftir mér. Hún öskrar á hjálp ?HÁLP HVAR ERU ALLIR??……..ég heyri skólameistarann segja við húsvörðinn ?Þetta ætlar engann endi að taka, hann er víst til…..FS Draugurinn?.