Þetta er saga um misheppnaðan Reykvíking sem að hélt að hann hefði fundið ástina (sá sem að er að segja söguna er aðalkarakterinn)
Ég gekk að kringlunni og hlakkaði til að fara í bíó og hitta krakkana, það hafði verið langt síðan ég sá þá seinast og ég saknaði þeirra. Þegar ég kom var Berglind bara mætt með kærastann sinn og síðan komu hinir krakkarnir og við fórum að kaupa okkur nammi. Ég og Hrefna vorum aftast í röðini að kassanum og þegar við komum í bíósalinn var myndin byrjuð og við fundum ekki krakkana, við fórum því neðarlega í salinn og skemmtum okkur yndislega. En síðan tók hún í hendina á mér og ég horfði á hana og hún á mig og við kysstumst, það var yndislegt. Í hléinu þá fórum við til hinna krakkana og létum eins og ekkert hafði gerst en vorum samt alltaf að kíkja á hvort annað. Eftir myndina þá kom pabbi og sótti mig og Hrefna fékk far til frænda síns. Daginn eftir hittumst við heima hjá mér og horfðum á spólu og kúruðum okkur í sófanum. Ég hafði fundið ástina mína í lífinu, en ekki var allt sem sýndist. Já hún átti kærasta fyrir og ég varð því að sætta mig við það að vera viðhaldið vitandi það að hún fór alltaf heim til þessara stráks sem að hún fór svo illa með. Við hittumst oft, en alltaf hafði ég samvisku yfir þessu og einnig hún. Eitt sinn þegar hún kom til mín þá sagði ég henni að þetta gæti ekki gengið lengur og að hún yrði að velja á milli mín eða kærastans, hún hugsaði dálitla stund og sagði síðan ´´ég get ekki hætt með honum ég elska hann,, svo mikið, ég bað hana að fara og hringdi síðan í kærastann hennar og sagði honum frá þessu ástarsambandi okkar. Hann tók því ekki vel en fyrirgaf Hrefnu það þó, ég varð fúll og öfundsjúkur sendi Hrefnu ljót sms en sá síðan alltaf eftir því seinna meir. Við ákváðum síðan að talast ekki meir saman en gátum það ekki, ekki fyrr en að kærastinn hennar bannaði henni að tala við mig,hitta mig eða hugsa um mig. Ég sætti mig ekki við það en vildi samt allt hið besta fyrir hana. Ég er ekki búinn að tala við hana í 3 ár, hún og þessi kærasti hennar eru löngu hætt saman. Ég ætla að hitta hana á morgun á kaffihúsi og ræða gamla tíma, reyna að verða vinur hennar aftur og mynda ævilangt vinatengsl.