Hér kemur ein steikt saga eftir mig, þið verðið að afsaka stafsetningar villur, ég er nefnilega alveg hræðileg í stasetningu!
Hann var strákur sem hét Benni hann horfði á hryllingsmyndir hverja einustu helgi. Hann hafði ný lokið við að horfa á eina stranglega bannaða, hún var um mann sem hafði dáið fyrir þremur árum á einhvern óútskýranlegan hátt, og gekk aftur og ofsótti hvern þann sem bjó í húsinu. Nú var hann farinn að sofa, en hann gat ekki sofnað, honum fannst eins og verið væri að fylgjast með sér, svo sá hann hreyfingu í myrkrinu, svo sá hann skikjuklædda veru standa við hliðina á rúminu, hann fann kaldan svitan spreta fram á eninu, svo lifti veran upp hettunni svo Benni sá í hvítta hauskúbbuna og rauðglóandi augun, hann ætlaði að öskra, en öskrið kæfðist í hálsinum á honum, beinagrindin kom nær Benni hnipraði sig saman í rúminu og var að drepast úr hræðslu, en beinagrindin gekk nær honum, rauð augun blikuðu í myrkrinu, hann var skítt hræddur, en svo tók hann djarflega ákvörðun hann stökk upp úr rúminu, hljóp út gangin, hann hljóp bara einhvert, í öllum æsingnum sá hann að það voru allavega 10 beinagrindur á eftir honum, sem höfðu líklega beðið í myrkrinu, hann var orðin móður og másandi, og alveg við það að gefast upp, þá fyrst tók hann eftir hvar hann var staddur, hann var niðri í myrkri geymslunni heima hjá honum, hann sægji ekki handa sinna skil ef ekki væri fyrir ljós sem lísti skært úti í horni, hann hljóp þangað, greip hlutin sem hann rétt sá bregða fyrir sem stóri þykkri bók með kross á í miðjunni, lifti henni fyrir ofan hausinn á sér og beið átekta, beinagrindurnar sem voru komnar allnæri honum stoppuðu, og öskruðu, honum fannst sem hljóðhimnurnar væru að springa, en þá datt allt í dúnalogn, beinagrindurnar voru horfnar, hann gekk í hægðum sínum upp úr geymslunni, með biblíuna undir hendinni, hann lofaði sjálfum sér að horfaa aldrei aftur á hryllingsmyndir… allra síst þegar hann var einn heima.