Glæpamaður móður náttúru

Nóttina áður en Jónatan T. Sveinsson ók bíl sínum á 100 kílómetra hraða í gegnum ítölsku landamærastöðina dreymdi hann fiðrildi, púpur og fölsuð málverk.

Hann óskaði þess að vera fiðrildi vegna fallegs litarhafts þeirra og frelsis. Jónatan brunaði gegnum landamærin á fullum hraða og kom það ekki til hugar að stansa.

Meðferðis hafði hann með sér fræga málverkið Mónu Lísu eftir Leonardo Da Vinci.

Hann gat ekki slitið sig frá huguninni um líf sem fiðrildi. Hann endurtók sífelld fyrir sér : ,,Ég vildi óska þess að ég væri fiðrildi, þá gæti ég flogið burt frá þessum heimi”.

Það var nokkuð ljóst að óskin myndi aldrei rætast en óskaði Jónatan þess samt.

Hátt sírenuhljóð barst að eyrum hans og gnauði hátt.

,,Nú þarf ég að haska ferð minni”. Hann setti í fjórða gír og brunaði yfir brúna með lögguna í eftirdragi. Hann tók sveig og þrusaði bílnum gegnum húsasund sem var handan við horn götunnar. Hann heyrði ruslatunnuglamur og hugsaði þá með sér : ,,Hæst glymur í tómri tunnu”.

Fiðrildi flaug að glugga Jónatans og hann stökk og náði að grípa það. Han spurði fiðrildið hvernig hann gæti orðið fiðrildi.

Jónatan setti fiðrildið við hlið sér og hélt áfram að spyrja og spyrja án árangurs.

Hann truflaðist af atferli fiðrildisins og keyrði á vegg. Hann hélt að lífi sínu væri lokið en fann þá að hann var á flugi. Fiðrildið flaug með hann frá bílrústunum og kom honum á öruggan stað, langt frá lögreglunni.

Eftir þetta hefur Jónatan staðið í þakkarskuldi við öll fiðrildi sem eiga leið hjá honum til að finna hugrakka fiðrildið sem bjargaði lífi hans.
Menntun er það sem situr eftir þegar þú hefur gleymt öllu sem þú hefur lært