Ætli hann myndi nokkurn tímann getað jafnað sig á þessari kvöl og komið yfir þessa óbærilegu eftirsjá. En hún var hún horfinn að eiífu, hans heitelskaða sem hann skildi ekki fyrr en var of seint að hún virkilega væri það.
Hann gat ekki gleymt því að það allra síðast sem hann gerði með þessari manneskju, var að gera lítið úr henni. Þessari stórskostlegu konu. Ef hann hefði bara vitað…þá hefði hann aldrei gert þetta.
Þetta gerðist fyrir um fjórum árum síðan, hann var heima hjá henni í mat ásamt vinafólki. Það hafði aldrei verið gott á milli þeirra en engu að síður var hægt að finna rafmögnuðu straumana í loftu. Hann kunni bara ekki að elska, ekki fyrr en nú. Hann lítilækkaði hana eins mikið og honum var unnt til þess að ganga í augum á félögum sínum. Hún var ekki verðug hans í þeirra í augum.
Þau spiluðu hið saklausa spil Actonary og allt gekk vel þar til að þau voru pöruð saman. Hann fann fyrir undarlegri væntumþykju er honum var það ljóst, en sýndi það auðvitað ekki. Veslings stúlkan gerði sitt besta til þess að skilja hvað hann var að leika og hún gerði sitt allra besta til þess að fá hann til að skilja. Hún átti að leika ást og hann náði því ekki. Hann barasta náði því alls ekki. Svo hann hreytti skammarorðum í hana, er tíminn rann út og sakaði hana um vanhæfni í spilinu og öllu því sem hún kom nálægt.
Þá fékk hún nóg, reysti sig upp, en hún hafði ávallt verið boginn í baki og lét hann heyra það, hvílíkur auli hann var og að hann þyrfti að lítillækka aðra til þess að sætta sig við sjálfan sig.
Síðan skellti hún hurðinni eftir sér, gekk útaf eigin heimili. Hann missti alla vini frá sér þetta kvöld og stóð steinilostinn með gapandi munn eftir orðræðu hennar.
Innra með honum kraumaði léttvægt hatur en síðar meir fór hann að skilja hve hún hafði haft rétt fyrir sér.
Hún flutti til Bandaríkjanna og hann sá hana aldrei meir.
Hann hafði ætlað að biðjast hana fyrirgefningar og segjast hafa ekki sofið dúr síðan hún yfirgaf hann, vegna þess að hann elskaði hana. Hann hafði bara ekki áttað sig á því.
Þá gerðist það sem hann hafði aldrei séð fyrir. Stúlka drauma hans var að vinna í öðrum tvíburaturninum í New York og hann sá þegar hún hvarf frá honum fullt og allt í beinni útsendingu í sjónvarpinu.
Hann þekkti fallega liðað hárið og limaburðin og fylgdist skelfingu lostinn með þegar hún stökk út úr brennandi byggingu sem féll stuttu síðar.
Hann hafði grátið og kysst sjónvarpsskjáin og beðið hana fyrirgefningar á leið niður og beðið til þess að það kæmi kraftaverk. En hún var ein af fórnarlömbunum það fór ekki á milli mála.
Honum leið eins og hann hefði myrt mannenskju og sársaukinn myndi aldrei hverfa.
Rosa Novella