Sendiboðinn
Ég var ungur, fátækur, svangur og grannur er ég hringdi í hið auma auðvald og bað um bein að naga af alsgnægðar borðunum. Auðvaldið svaraði og hlustaði á mig biðjast minnar bónar, en sagði ekki neitt. Fyrst hugleiddi ég hvort að þögnin þíddi, já, ég fengi bein að naga og örlitla hjálp í lífinu! En svo fór ég að hugsa hvort það væri ekki bara þannig að viðmælandi minn passaði sig á að segja ekki neitt, því fá orð bera minnsta ábyrð. Ég bað til Guðs um svar hvað ég skyldi gera. Hann sagði er hann blés mér inn svarið í anda, þú átt erfiði framundan. Og þá spurði valdið loks hvort eitt bein kallaði ekki bara á annað!
Dreptu fugl sagði Guð og farðu til vítis. En þögn auðvaldsins þíddi að þar ætti ég heima. Þrátt fyrir að hafa fæðst saklaus sál. Semdu við skrattann um matseldina sagði meistarinn ég hef ráð við þínum vanda. Vegna þess að þú hefur verið skírður og fermdur í mínu nafni og hefur játast mér oft sinnis eftir það og sál þín er mín löglega eign á pappír hér á himnum. Þér verður ekki meint af. Og þótt þú hafir gleymt Guði þá hef ég ekki gleymt þér. Og margoft hefur þú verið að vinna fyrir mig ómeðvitað sem minn refsi vöndur. Tekið þá sem heima ættu að vera góðir og áminnt hart.
Ég arkaði því niðrað „haraldarplani“ (síldarplani) og fór yfir varnargarðinn þar niður við höfnina. Þar tók ég mér stein í hönd og kastaði í áttað múkka sem flögraði við útrennsli frystihússins í leit af æti, líkt og ég. Ég hitti hann strax í höfuð stað og dauður hann féll til jarðar. Ég tók hann upp og sagði: Nú hef ég þetta hræ, Guð minn góður, og löng er leiðin til vítis og til baka, og vart verð ég samur eftir það En lífslaöngun mín er mikil og því hlýði ég þér. Hann sagði það er erfitt verk og hart framundan en þú ert í hjarta góður þó stundum þú gleymir gæskunni. Því ætla ég að bera þig þína leið, þú finnur ekki fyrir neinu.
Ég lagði af stað með fuglinn á öxl og byrjaði að kalla á skrattann. Og hann lét blekkjast og bauð mér til sín niður í vítin sjö. Ég bankaði á vítis dyrnar á fætur annari og við þá sjöundu kom skrattinn til svara og opnaði fyrir mér hreinn sem aldrei fyrr.
Hann var í sjalket, með slaufu og á höfði hann hafði Pípu hatt. Ég sagði: hæ ég hef hér fugls hræ! Hann sagði: Ja, komdu inn drengur og við skulum ræða saman.
Hann bauð mér sæti tók af mér jakkann. Svo rétti hann mér kokktesblöndu og bauð mér Díesapan. Ég afþakkaði pent en sagðist hafa heyrt að hér væri heitt og spurði hvort ég gæti ekki minn múkka hér matreytt.
Hann sló sér á lær og skelli hló og sagði nú er þú bankaðir hér allur eldur dó.
Því ræfillinn þú ert Guði merktur og ert verkfæri hans. Hann fuðraði upp áður en ég snáði að spyrja. Hvað hefði orðið um þá vítisloga sem brennt hafa mannkinn um aldir. Rödd hans heyrði ég þá í fjarska. Og hann sprakk úr hlátri og sagði nú er minn samningur útrunninn. Hví þá það spurði ég þá út í loftið. Nú því Guð hefur gert asna prik og fjölgað öllu um of og helvíti er orðin helgur staður. Og flestir eru fermdir og skírðir og hafa játast hann Guð minn faðir. Ég er máttlaus og verðlaus með öllu og minn máttur er uppurinn. Ég bað Guð að blessa hann og hélt til baka mína leið svangur og þreyttur. Settist niður eftir áralanga leið og byrjaði að skrifa þessa sögu.