Rosa Novella
Kalt ferðalag
Það var kalt, þessa nótt. Við vinirnir gengu í suðurátt en höfðum alls enga hugmynd hvert ætti að halda. Frostið beit okkur í kinnarnar og vöfðum treflunum betur um andlitið. Ískalt var úti og við örkuðum æ lengra í suðurátt. Eina áætlunin var að reyna komast eins langt suður og hægt væri. Á horninu á Bergstaðastræti reyndum við að húkka okkur far. Ein af okkur gafst upp á kuldanum og hélt heim. Hann var ekki trúr hugsjónum sínum, ólíkt okkur harðjöxlunum. Kuldinn á Íslandi var heldur ekkert til að spauga með, að vísu hafði einn okkar félagana alist upp í Finnlandi og var því öllu vanur. Hann hló að okkur kuldaskræfunum. Það var nú ekki nema 8 stiga frost.