Eftirfarandi örsaga er af síðunni minni.

,,Góðan daginn, gerðu svo vel og fáðu þér sæti.“
,,Takk.”
,,Þú ert sem sagt Garðar… Devereux? Er þetta franskt ættarnafn?“
,,Já, pabbi er franskur.”
,,Núnú. Ég á frænda sem býr í Bordeaux. Skiptir ekki máli. Mamma þín sendi þig hingað til að tala aðeins við mig. Þú ert búinn að vera eitthvað svo leiður upp á síðkastið. Alveg hættur að taka þátt í íþróttatímunum og leikur þér ekkert við hina krakkana í frímínútum. Af hverju ekki?“
,,Bara.”
,,Segðu mér hvað er að, ég segi engum. Ég er hér til að hjálpa þér.“
,,Ég hata hina krakkana.”
,,Af hverju ,,hatarðu“ hina krakkana.”
,,Þau eru alltaf að stríða mér.“
,,Hvernig þá? Eru þau að kalla þig ljótum nöfnum?”
,,Já, og gera grín að pabba.“
,,Út af því að hann er franskur?”
,,Nei. Út af því að hann er Satan, prins myrkursins.“
,,Er þér illa við pabba þinn? Hefur hann verið vondur við þig?”
,,Nei, alls ekki.“
,,Af hverju kallarðu hann þá Satan?”
,,Því að hann er það. Beelzebub, Djöfullinn, Mephistopheles, hann gengur undir mörgum nöfnum.“
,,Ert þú að segja mér að pabbi þinn er hinn fallni engill, Lucifer?”
,,Já. Og ég, sonur hans, er Anti-Kristur. Það er ekkert grín að vera sonur Satans. Maður er ekki beint vinsælasti strákurinn í skólanum. Flestir krakkarnir eru kristnir og hata mig.“
,,Þetta flækir augljóslega málin. En sagðir þú ekki að pabbi þinn væri franskur?”
,,Jú.“
,,Ég skil.”