Ég er að skrifa bók, þetta er svona í fantasy stíl, ekki beint sú tegund bóka sem fær nóbelsverðlaunin en samt mitt áhugarmál. Þessi bók fjallar um unga konu sem missti forledra sína nýfædd. Þau voru myrt af grimmum manni sem sækist eftir þessari stelpu og sverði sem foreldrar hennar náðu að fela hjá traustum vini þeirra sem var álfur. Hann tók hana að sér og ól hana upp í faldri álfaborg. Henni var kennt að berjast og beita göldrum því hún var ótrúlega orkurík. Henni var kennt þetta því hið óumflýjanlega var í nánd sem var að mæta þessum skelfilega manni. Þessi maður var í raun máttugur galdrakall sem seldi þjónustu sína til erkidjöfuls. Hann gaf honum óendalegan mátt í stað þess að hann hjálpaði Djöflinum að komast inn í þennan heim og mergsjúga alla orku úr honum, sem myndi tortíma heiminum. Stúlka þessi varð því að stöðva það með mátt sínum, því aðeins hún getur stöðvað hann vegna óuppgefinnar ástæðu. En hún þarf að sjálfsögðu hjálp og fær trausta vini með sér í þennan dramatíska leiðangur sem endar með hörmungum og stríði milli lifandi og dauðra, og reynir stúlkan að sameina alla lifandi verur í heiminum gegn ógninni.
Hvað finnst ykkur er þetta nokkuð svo vitlaust eða? Ég veit margir eru ekki á því að semja svona skáldsögur en mér finnst svona skáldskapur bara svo skemmtilegur, þar sem ég skapa heiminn sjálfur.