Er ég sit við skrifborðið heima hjá mér,leiðist huginn að öllu óréttlætinu í heiminum.Sér maður sýnir hlammast uppá heilabúið án afláts.Líður mér eins og hausinn á mér sé að springa.
Svíf ég frá skrifborðinu og upp í loftið þar sem ég sé fagra sjón yfir land oss.Leiðist hugurinn að aumingja litlu börnunum í Afríku sem biðja ekki um neitt meir nema mat og vatn.Ó hve heimurinn er grimmur á köflum.
Ekki tekur betra við er maður sér unga menn og konur sem eru neydd eða göbbuð út í það að vinna hryðjuverk og annan óverknað gegn þjóð sinni eða öðrum þjóðum.Sér maður ungu börnin skotinn af misskilning sökum þess að hermaður hélt að það væri óvinur.
Fær maður sýnir með konum,börnum og mönnum sem eru að deyja úr alnæmi og öðrum skaðnæmum sjúkdómum.
Því er heimurinn svona grimmur?
Það veit ei neinn……..nema Guð.