Ok…mér finnst þetta sniðugt og langaði að rpófa þetta en hef ekki hugmynd um hvrot að öðrum finnist þetta jafn sniðugt…en þannig er það að ég og aðrir fengum svona byrjun á sögu og áttum að klára hana :) það var mjög gaman og mig langaði að prófa svona að setja byrjunina hérna…ef þið hin væruð til í að annað hvort klára söguna alveg sja´lf sem einstaklingur eða að hver go einn setji nokkrar setningar í einu og svo heldur sagan bara a´fram og tilverður margra höfunda saga :D hehe…allavegana ætla ég að láta á það reyna og sjá hvort þetta verði samþykkt…en þetta er byrjunin sem ég fekk hja´íslenskukennaranum…
Refurinn og gæsin
Einu sinni kom refurinn að akri, þar sem margar feitar gæsir voru að spóka sig. Hann varð glaður við og sagði: ,,Hér hef ég sannarlega hitt á óskastundina! Þið standið hér í röð og reglu, svo að ég get étið ykkur eina eftir aðra!“
Veslings gæsirnar urðu frávita af hræðslu, hlupu hver innan um aðra og báðu sér grið með sárum kveinum. En refurinn kærði sig kollótan og sagði: ,,Hér gildir engin miskunn! Þið skuluð deyja!”
Loks herti ein gæsin upp hugann og sagði: ,,úr því að við verðum nú að láta lífið, leyfðu okkur þá að biðja okkar síðustu bænar, svo að við fáum fyrirgefningu synda okkar áður en við deyjum. Að því loknu munum við raða okkur upp, og þú getur þá valið úr þær feitustu.“
,,Já.” sagði refurinn. ,,Það er ekki nema rétt og sanngjarnt, enda er þetta fróm ósk. Biðjið að vild ykkar, og ég skal bíða á meðan."
Og nú er komið að ykkur :)