*Sjá á http://www.hugi.is/netid/bigboxes.php?box_type=ircquote s&page=more&top=100
Þessi saga er undir áhrifum lagsins “dog eat dog” með ACDC.
Meðaljónin stóð í dyragættinni. Hann hugsaði um hvert hann ætti að fara, það var enginn sérstakur staður sem hann hafði ástæðu til að sækja á. Hann var ekki vinmargur, reyndar átti hann enga vini. Hann átti vini, en þeir höfðu allir fallið í miðstrauminn á gagnfræði aldri.
Hann hafði alltaf haft hneigð til að vitna í fólk. Og þegar hann hugsaði um hina föllnu fyrverandi vini sína, hugsaði hann alltaf um það sem persóna sem hann hafði hitt á ircinu sagði við hann:*“fyndist mér gaman að flyrja alla hnakkana út í Grímsey, og eina geltúpu, og kalla það survivor.”
Hann labbaði hægt yfir umferðareyjuna, fáir bílar voru á ferð og eins gott, meðaljóninn var svo djúpt sokkinn í hugsanir sínar að hann hefði ekki tekið eftir bíl á fleygiferð í áttina að honum.
Hann var kominn niður í skeifu. Fáir voru á ferð, líkt og bílaumferðin. Hann gekk framhjá Elko og sá útundan sér sjónvarp sem varpaði svipmyndum út úr sýningar glugganum. Þar var í gangi tónlistar myndband á stöðinni popptíví og var þar hljómsveitinn McFly að spila sinn fyrsta og eina smell. “Þessi hljómsveit fer nú ekki langt.” Hugsaði hann. “Maður þarf nú að geta samið tónlistina sjálfur ef maður ætlar að halda uppi frægð” Hugsaði hann svo. “ojæja, every dog has it´s day” Eins og segir í frægu lagi, hugsaði hann.
Hann hélt áfram marklausri ferð sinni og dró nú upp vindling úr pakka sem hann hafði dregið uppúr innanverðum vasanum á jakkanum. “Bagatello” Stóð stórum lokkandi stöfum á pakkanum. Hann dró silfraðan sviplausan zippo kveikjara uppúr sama vasa og kveikti í vindlingnum eftir að hafa sleikt hann vel.
Og þó, hann átti þá vin eftir allt saman.