Ævintýri
Ég stóð fyrir utan grænan bárujárnskofann. Málningin var byrjuð að flagna af honum. Hann var greinilega einu sinni blár. Ég var í ævintýraleit. Fyrir utan bárujárnskofa. Að fara í gönguferð var ævintýri í mínum huga. Gönguferð á fjall var ennþá betra að klífa fjall var alltaf ævintýri. Þar sem eru fjöll eru ævintýri og einmitt bakvið mig var bárujárnskofi og bakvið hann var fjall. Fyrir framan þennan bárujárnskofa stóð ég og var í þann vegin að fara að snúa mér við og skoða fjallið þegar kallað var á mig. Þetta var hann Pétur, hann vildi fá mig inn í kofann til sín. Ég hugsaði: Bárujárnskofar geta verið upphaf ævintýra en þeir geta aldrei verið ævintýrin sjálf. Svo ég svaraði honum að ég væri að fara að klífa fjall. Þar sem hann var að gera það sem ég var að gera ákvað hann að halda því áfram og klífa með mér fjallið. Þarna gengum við frá græna og fyrrverandi bláa bárujárnskofanum,ég í ævintýraleit og Pétur í óþarflegri fylgd. Við gengum upp fjallshlíðina í áttina að hömrum sem við þyrftum að klífa. Pétur var móður og honum leiddist. Fjöll eru ekki ævintýri fyrir Pétur, heldur ekki hamrar, því Pétur er klettur. Pétur snéri við. Mér var sama. Pétur var ekki ævintýri. Ég hélt áfram,ég gafst ekki upp. Ég lenti í fjalli. Ég lenti í ævintýri.