Sárar minningar
Þetta var í fyrsta sinn sem hún sá hann. Reyndar hafði hann verið með henni í 10 ár í bekk, en hann var svo breyttur, eins og annar maður. Rakel gat ekki sagt að hann væri fallegasti maður sem hún hefði séð en það var eitthvað við hann. Rakel sat með stærðfræðibókina fyrir framan sig og horfði á hann. Tanja sá það og veifaði hendinni fyrir framan andlitið á henni og hvíslaði að henni og spurði hvað hún væri að stara á. Rakel svaraði henni ekki en hélt áfram að stara út í loftið. Hún leyndi sjaldan nokkru fyrir Tönju en Tanja vissi alveg hvað hún hafði verið að horfa á Arnar.
Arnar hafði fyrir tilviljun farið í sama menntaskóla og Tanja og Rakel. Tönju hafði alltaf fundist hann vera svolítið sérstakur og ekki passa alveg inn í umhverfi sitt. Rakel hafði ekki alltaf verið dugleg við námið vegna félagslífsins en hún hafði alltaf verið miðpunktur allra partía sem haldin voru síðan hún komst yfir fermingaraldur. Það vildu hana margir strákar og það vissi hún það vel og hún hafði reyndar verið með mörgum, alltof mörgum fannst sumum. En Tanja hafði verið toppmanneskja í skólanum og átti hún allan heiðurinn af því að hafa troðið Rakel í gegnum samræmdu prófin. Arnar flaug í gegnum samræmdu prófin enda mjög duglegur.
En þarna voru þau komin saman í stærðfræðitíma í steikjandi hita seint í ágústmánuði. Tanja hrökk upp úr hugsunum sínum við það að Arnþór stærðfræðikennari sagði að þau mættu taka saman og fara í hádegishlé. Stelpurnar skruppu yfir í sjoppuna hinu megin við skólann til að kaupa sér samlokur að borða í hádeginu. Þær voru komnar hálfa leið aftur að skólanum þegar Arnar kom hlaupandi á eftir þeim. Stelpunum brá svolítið en Arnar sagði þeim að Rakel hefði gleymt veskinu sínu í sjoppunni og rétti henni það. Tanja fattaði allt í einu að hún hefði gleymt að prenta út íslenskuverkefnið í tölvustofunni, kastaði kveðju á Rakel og Arnar og hljóp inn. Rakel og Arnar stóðu allt í einu þarna ein. Vandræðaleg þögn. En Arnar spurði svo hvernig henni hefði gengið með íslenskuverkefnið og með þeim orðum upphófst samtalið sem varði allt hádegishléið og Rakel komst að því að Arnar var hreint ekki leiðinlegur og þau áttu ýmislegt sameiginlegt. Eftir skóla þennan dag keyrði Arnar, Rakel heim og fyrir tilviljun þegar Rakel var að teygja sig í skólatöskuna afturí þegar heim var komið, kysstust þau. Það markaði upphaf sambands þeirra.
Allt næsta ár lék allt í lyndi hjá þeim og Rakel hafði aldrei verið ánægðari. Arnar hafði kynnt Tönju fyrir vini sínum Grími og hún hafði fallið flöt fyrir honum. Hópurinn skemmti sér konunglega saman. Einn dag sat Rakel horfði á sjónvarpið og beið eftir Arnari eitt laugardagskvöld. Tveimur klukkustundum seinna fékk hún símtal frá foreldrum Arnars að hann hefði látist í bílslysi, klukkustund fyrr. Rakel datt niður í mikið þunglyndi og virtist ekkert ætla að ná sér á strik þótt liðinn væri mánuður frá jarðarför Arnars. Tanja hafði miklar og þungar áhyggur af henni og tókst því miður ekki að bjarga henni. Rakel skar sig á púls tveimur dögum eftir að mánuður var liðinn frá jarðarför Arnars.
Þessar sáru minningar rifjaði Tanja upp og hallaði sér að öxl Gríms þar sem þau sátu í grasinu fyrir utan fallega húsið þeirra og horfðu á tvíburana sína leika sér. Þau höfðu skírt þau Arnar og Rakel til minningar um hennar langbestu vinkonu sem Tanja hafði nokkurn tímann átt og kærasta hennar sem hvíldu í friði hlið við hlið í kirkjgarðinum.
Fyrsta smásagan mín..Endilega tjáið ykkur.. :)