Sólin skein glatt á himninum og steikti svartklætt fólkið.
Ég skildi ekki hvernig sólin gat skinið svona skært, enda runnu tárin niður kinnar mínar. Lítil kista sökk niður í jörðina. Allt í einu fann ég að þungi settist á öxl mína og hún varð heit þar. Mamma var að gráta og hallaði sér að mér.
Litli sonur móður minnar. Mikið vorkenndi ég mömmu. “Mamma. Bjarki.. Þetta getur ekki verið!” Ég bugaðist, sorgin sem ég hafði reynt að halda inni í mér braust út, ég gat ekkert gert við því. Tárin streymdu niður svo smápollur myndaðist. “ Jú Birgitta mín. Bjarki er dáinn. Læknarnir höfðu reynt allt til að finna ráð gegn heilahimnubólgunni, en það var ekkert hægt. Það var allt of seint.” Tár runnu niður kinnar móður minnar. “ Þetta er ósanngjarnt! Hann var aðeins fjögurra ára!” Ég settist niður og grét. Aldrei hafði ég grátið svona mikið. Allt var hræðilegt. Pabbi dó fyrst og núna er það Bjarki! Hver verður næst? Ég? Mamma? Mamma faðmaði mig og grét.
Við fórum heim í litla gula húsið í miðbænum.
“Elskan mín. Manstu eftir því þegar Bjarki fæddist? Hann á afmæli í dag, 17 júní. Pabbi þinn átti afmæli þegar Bjarki fæddist. Gerðu mér greiða, Birgitta mín. Alltaf þegar 17. júní er, haltu upp á afmælið þeirra beggja.” Við grétum stanslaust.
Tuttugu árum seinna, var ég 30 ára. Ég átti frábæra fjölskyldu, tvo stráka, einn sem ég skírði Bjarka, til minningar um þennan litla bróður minn sem ég þurfti að kveðja svo fljótt. Benedikt, eins og faðir minn sem dó þegar Bjarki var tveggja mánaða. Núna var ég búin að halda upp á afmæli feðganna tuttugu og fjórum sinnum.
Svona getur lífið verið ósanngjarnt.


Sagan er tileinkuð bekkjarsystur minni sem var næstum búin að missa bróður sinn úr heilahimnubólgu. Sagan er einnig tileinkuð afa mínum sem ég þekkti varla neitt, enda var ég aðeins átta mánaða þegar hann dó. Hann fæddist 17.júní.
Nothing will come from nothing, you know what they say!