Ég horfði í spegilinn. Allt í einu kom einhver gömul kona fyrir aftan mig í speglinum. Það var eitthvað við hana, ég veit ekki hvað. Kannski var þetta langamma mín, ég veit það ekki. Gamla konan var enn í speglinum, glottandi. Ég leit fyrir aftan mig. Þar var enginn. Ég leit aftur í spegilinn. Þar var þessi gamla kona. Það var eitthvað skrýtið við hana. Ég vaknaði. Þetta var þá bara draumur. Ég sofnaði fljótlega aftur.
Daginn eftir vaknaði ég við keltið í hundinum. Hann gelti eins og brjálaður. Hann hljóp niður stigann. Þegar hann var kominn niður brotnaði peran inn á baði. Þegar ég og bróðir minn ætluðum að gá hver hefði gert þetta, lokaðist hurðin. Við opnuðum aftur og þar var enginn. Það var eitthvað skrýtið við þetta hús…
Ég vaknaði um nóttina. Það hélt einhver gamall maður utan um mig. Ég ætlaði að öskra, en maðurinn hélt um munninn á mér. Ég lokaði augunum og opnaði þau aftur. Maðurinn var horfinn. Var þetta bara enn einn draumurinn eða var þetta raunveruleiki? Daginn eftir voru mamma og pabbi að fara út á Akranes. Ég var að hjálpa eldri bróður mínum að bóna nýja bílinn hans. Eftir smá stund þurfti hann að fara inn að ná í eitthvað. Ég var einn eftir í bílskúrnum. Nokkru síðar gerðist svolítið skrýtið. Bílskúrshurðin opnaðst. Ég var hræddur eftir allt sem hafði gerst, draumana og þetta með hundinn. Ég hljóp inn og sagði Gumma frá þessu. Hann hunsaði þetta bara, lokaði bílskúrshurðinni og fór með mér inn. Allt í einu endurtók þetta sig. Bílskúrshurðin var opin. Við fórum inn og náðum í biblíuna. Gummi las eitthvað smá úr henni og setti hana á hilluna. Allt í einu heyrðist eitthvað detta. Biblían lá á gólfinu. Í sama mund opnaðist hurðin enn einu sinni.Við tókum bílinn út úr bílskúrnum og lokuðum traustlega. Við keyrðum niður á bensínstöð og bónuðum bílinn þar. Á leiðnni sagði Gummi mér frá miðli sem hafði komið til okkar í þetta gamla hús og rekið nokkra drauga. Hann sagði að nokkrir ærsladraugar og aðrar tegndir drauga hafi ekki náðst úr húsinu. Þaö versta við það var að miðillinn er dáinn núna. Þegar við komum til baka var allt húsið í rúst. Sennilega enn einn ærsladraugurinn. Við hringdum í vin miðilsins, sem var líka miðill. Hún kom til okkar. Það var eitthvað skrýtið við hana. Hundurinn gelti sífellt á hana. Það var eitthvað mjög skrýtið við hana. Seinna fattaði ég það, þetta var konan í draumnum! Ég var ekki búinn að segja Gumma frá draumnum. Ég ætlaði að segja það við hann þá , en þorði því ekki þegar konan horfði á mig og glotti eins og í draumnum. Það hefði bara gert illt verra að segja honum frá því á þessari stundu. Ég var ekki alveg viss að þetta væri hún þá. En þá mundi ég eftir að hafa fundið mynd, þegar við vorum nýflutt. Það var nokkuð gömul mynd, svarthvít og illa farin. Þetta var konan. Ég kíkti aftan á myndina. Þar var skrifað vandað með penna: “Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 26. feb. 1857 d. 2. sept. 1922”. Konan var dáin. Þetta var þá alvöru draugur. Eftir að hún var “farin” sagði ég Gumma frá öllu þessu og sýndi honum myndina. Hvað kemur með þessa konu hingað?
Við hringdum í annan, alvöru miðil. Hún kom til okkar. Hann komst í samband við þessa konu. Miðillinn sagði okkur allt um hana. Hún átti eiginmann og þrjú börn. Konan var síðan myrt í þessu húsi. Börnin hennar og maðurinn dóu eðlilegum dauðdaga. Hún vildi hefna sín á morðingjanum sem bjó í þessu húsi.
Hún lagði bölvun á húsið.
Nú erum við sem betur fer flutt í glænýtt nýsmíðað hús. Og það hefur ekkert óvenjulegt gerst. Engir draugar, engir skrýtnir draumar, og það er mikill léttir.
ENDIR